fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Neita að fjarlægja nemanda úr skólanum eftir ásökun um kynferðisbrot gegn skólasystur sinni – „Líður eins og verið sé að refsa henni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. september 2024 11:55

Mynd: Kopavogur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka á fjórtánda ári varð fyrir því áfalli í lok skólaárs í vor að karlkyns skólabróðir hennar braut kynferðislega gegn henni inni á salerni skólans, að sögn hennar og móður hennar. Atvikið átti sér stað í grunnskóla í Kópavogi en vegna þess hvað málið er viðkvæmt er skólinn ekki nefndur á nafn hér og því síður þær manneskjur sem koma við sögu.

Móðirin segir að áður en til þessa alvarlega brots hafi komið hafi drengurinn áreitt stúlkuna og fleiri stúlkur kynferðislega í tvö til þrjú ár. Stúlkan stríðir við einhverfu og ADHD og hefur eftir ofbeldið sem hún varð fyrir sýnt sjálfskaðahegðun og er í sjálfsvígshættu. Eftir það sem gerðist hefur hún ekki viljað vera í návígi við karlmenn, vill ekki vera á fjölmennum stöðum og forðast snertingu, en dæmi eru um að snertingar hafa sett af stað hjá henni ofsakvíðaköst.

Eftir atvikið hefur stúlkan að miklu leyti verið utan skóla og stundað svokallað sjúkranám sem fer að miklu leyti fram heima. Við það missir hún af mikilvægri þjónustu sem hún þarf á að halda vegna fötlunar sinnar en getur aðeins fengið í skólanum. Móðir hennar segir að skólinn hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að leysa vandann og meðal annars tekið gerandann úr hópnum sem hann og stúlkan væru bæði í. Engu að síður kemst hún ekki hjá því að verða vör við hann á skólasvæðinu þegar hún mætir í skólann og er það henni mjög þungbært. Er útilokað að óbreyttu að hún geti verið í fullu námi í skólanum.

Móðir stúlkunnar er afar ósátt við viðbrögð Menntasviðs Kópavogsbæjar og barnaverndar í málinu. „Okkur var neitað um sálfræðihjálp og greiningarferli, þrátt fyrir augljós einkenni um ADHD og einhverfu, af því hún átti vini, gat lært og truflaði ekki í tímum. Hún endaði í neyðarinnlögn á BUGL. Síðan þá höfum við verið með hana í viðtalsmeðferðum hjá sálfræðistofunni Sól, með tilheyrandi kostnaði sem er kominn vel yfir tvær milljónir króna, en við erum á leigumarkaði og ég öryrki,“ segir konan.

Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá móðurinni og fleiri foreldrum í skólanum hefur menntasvið neitað að ljá því máls að drengurinn verði fjarlægður úr skólanum. Að sögn konunnar á hann að baki langa sögu eineltis, líkamlegs ofbeldis og kynferðislegrar áreitni, allt frá því í 5. bekk skólans. Hann hefur mætt með hníf í skólann og er sakaður um að hvetja aðra nemendur til að stunda einelti og  kynferðislega áreitni. Drengurinn er af erlendu bergi brotinn og segir konan að skólanum hafi ekki tekist að ná neinu samstarfi við foreldra hans sem virðast algjörlega loka augunum fyrir vandanum.

„Dóttir mín getur ekki skipt um skóla þar sem hún er með samþætta þjónustu og sérkennslu sem aðrir skólar í Kópavogi geta ekki boðið henni. Þessi drengur þyrfti sjálfur að vera í sérúrræði, hann stríðir augljóslega við mikinn vanda. Mér finnst jákvætt að skólinn tók hana úr hópnum sem hún er í og setti í annan, en hann er samt þarna án taumhalds og heldur áfram með sína skaðlegu hegðun. Kröfur um að settur yrði starfsmaður á hann til að fylgja honum eftir og stöðva hegðun hans var neitað. Við báðum um að hann yrði fluttur í annan skóla, eða settur sjálfur í sjúkraskóla í stað dóttur minnar, en menntasvið sagði nei.“

Barnavernd neitaði að kanna málið

Barnaverndarþjónusta Kópavogis brást með fálæti við tilkynningu móðurinnar um atvikið. Í svarbréfi við tilkynningunni segir að ákvörðun um að hefja könnun máls sé ekki tekin nema rökstuddur grunur sé um að tilefni sé til. Ákvörðun um að hefja könnun máls eða gera það ekki sé hvorki kæranleg til kærunefndar barnaverndarmála né annars stjórnvalds. Segir síðan að starfsmenn Barnaverndarþjónustu Kópavogs hafi ákveðið að hefja ekki könnun málsins og telst málinu lokið.

Ekki er tilgreind nein ástæða eða röksemdir fyrir því hvers vegna ekki telst vera tilefni til að rannsaka málið.

„Henni líður eins og það sé verið að refsa henni fyrir það sem hann gerði henni,“ segir móðirin. Dóttirin sagði á fundi sem hún sat með fulltrúa menntasviðs vegna málsins: „Ég vona að þið getið hjálpað mér í þessu og að ég geti fengið líf mitt til baka.“

Að mati móðurinnar vantar mikið upp á að þessi ósk hafi verið uppfyllt. Illa hefur gengið að útvega barninu gjaldfjálsa sálfræðiþjónustu í gegnum barnavernd eða skólann og sú ákvörðun að drengurinn mæti áfram í skólann og stúlkan þurfi að sjá hann þar ef hún kýs að mæta sjálf virðist standa óhögguð.

„Við höfum sent aðra tilkynningu á barnavernd vegna drengsins og fleiri foreldrar hafa gert það áður, en ekkert breytist,“ segir hún. Hún segir ennfremur:

„Það er sett á mínar herðar að sjá um námið hennar þangað til hún treystir sér í skólann. Ég er komin í þrot með þetta. Faðir hennar er í 150% starfi og stundar auk þess nám sem tengist vinnunni og við erum með fleiri börn á heimilinu. Við erum orðin svo þreytt og reið yfir því að fá hvergi svör og engin fullnægjandi úrræði fyrir dóttir okkur. Okkur finnst eins og verið sé að refsa henni fyrir að hann braut gegn henni.“

Konan segir að brotið sem dóttir hennar varð fyrir sé langt frá því að vera einsdæmi í skólum Kópavogs og víðar. „Þetta er mikið vandamál á unglingastigi skólanna og það er bara endalaust breitt yfir vandann. Þegar börnin eru ekki sakhæf vegna ungs aldurs þá virðast ekki vera nein úrræði. Málum er endalaust sópað undir teppið og ekki einu sinni skrifaðar skýrslur um atvikin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“