fbpx
Föstudagur 06.september 2024
Fréttir

Sakaðir um að hafa sett á svið bílslys í Hafnarfirði – Stöðvaði bíl í 40 sekúndur og ók svo hægt út á gatnamótin

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 6. september 2024 11:30

Gatnamót Breiðhellu og Gjáhellu í Hafnarfirði. Skjáskot/Google

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa sett á svið umferðarslys í Hafnarfirði. Tvær bifreiðar skemmdust og eru mennirnir sakaðir um að hafa reynt að svíkja út tryggingabætur.

Mennirnir eru á þrítugsaldri og báðir af erlendu bergir brotnir, annar búsettur í Reykjavík en hinn á Ítalíu. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur þeim fyrir tilraun til fjársvika vegna atviks sem átti sér stað á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu sunnan við Vallahverfið í Hafnarfirði mánudaginn 5. apríl árið 2021.

Ók hægt út á gatnamótin

Í ákærunni eru þeir sakaðir um að setja á svið árekstur í því skyni að svíkja út kaskótryggingu og lögbundna ökutækjatryggingu tveggja bireiða hjá VÍS.

Annar þeirr ók bifreið norður Gjáhellu og stöðvaði akstur við gatnamótin í um 40 sekúndur. Þá ók hann hægt í veg fyrir bifreiðinni sem hinn ók, norðvestur Breiðhellu, og lentu bílarnir saman á gatnamótunum sjálfum.

Mennirnir undirrituð tjónstilkynningu sama dag og annar þeirra sendi hana inn til VÍS í tölvupósti. Áætlaður kostnaður af yfirtöku bifreiðanna var annars vegar 800 þúsund krónur og hins vegar 400 þúsund.

Ekki tekist að birta öðrum ákæru

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur að blekkingum hafi verið beitt í málinu. Krefst embættið að mennirnir tveir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Þar sem ekki hefur tekist að birta öðrum manninum ákæruna var fyrirkall birt í Lögbirtingarblaðinu. En það er sá sem er búsettur á Ítalíu. Er honum gert að mæta fyrir dóm þann 29. október næstkomandi. Sæki hann ekki þing verður fjarvistin metin til jafns við að hann játi brot sitt og verði dómur felldur að honum fjarstöddum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Handtekinn á Spáni eftir að hafa reynt að senda MDMA pakningu til Íslands

Handtekinn á Spáni eftir að hafa reynt að senda MDMA pakningu til Íslands
Fréttir
Í gær

Foreldrum í Kópavogi brugðið vegna manns sem kennir börnum ofbeldi úti á götu – „Þetta er mjög skringileg hegðun“

Foreldrum í Kópavogi brugðið vegna manns sem kennir börnum ofbeldi úti á götu – „Þetta er mjög skringileg hegðun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sum fá aldrei aðstoðina sem þau þyrftu á að halda og allt of mörg fá hana þegar þau eru dottin ofan í brunninn“

„Sum fá aldrei aðstoðina sem þau þyrftu á að halda og allt of mörg fá hana þegar þau eru dottin ofan í brunninn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sem heimsótti Ísland 2012, 2016 og 2024 segir þetta hafa breyst hér á landi

Ferðamaður sem heimsótti Ísland 2012, 2016 og 2024 segir þetta hafa breyst hér á landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erfitt mál fyrir Kópavogsbæ – „Húsið hefur verið hlutað niður í að lágmarki þrjár íbúðir“

Erfitt mál fyrir Kópavogsbæ – „Húsið hefur verið hlutað niður í að lágmarki þrjár íbúðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslandshótel fyrsta sjálfbærnivottaða hótelkeðjan

Íslandshótel fyrsta sjálfbærnivottaða hótelkeðjan