fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Óhugnanlegt ofbeldismál – Hlekkjuðu barnunga syni við rúm

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 6. september 2024 16:30

Rodriguez og Viera-Guevara voru handtekin í Virginíufylki. Mynd/Fairfax lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Par hefur verið handtekið í Virginíufylki vegna ofbeldis gegn tveimur sonum konunnar. Drengirnir voru hlekkjaðir á heimilinu en náðu að hafa samband við systur sína.

Bandaríska fréttastofan Fox News greinir frá þessu.

Franklin Arquimedes Viera-Guevara, 29 ára, og Wendi Del Cid Rodriguez, 46 ára, voru handtekin í bænum Groveton í Virginíu eftir að lögregla fann syni Rodriguez hlekkjaða á heimili þeirra þann 15. ágúst síðastliðinn.

Annar drengjanna hafði náð að sækja farsíma og taka mynd af hlekkjunum. Sendu þeir myndina á systur þeirra sem hringdi strax á neyðarlínuna.

Þegar lögreglumenn komu á staðinn og bönkuðu á dyrnar heyrðu þeir hringl í hlekkjum. Þegar dyrnar voru opnaðar sáu lögreglumennirnir tvo drengi, 7 og 9 ára gamla, sem voru hlekkjaðir um ökklana við barnarúm.

Viera-Guevara, sem er ólöglegur innflytjandi frá El Salvador, og Rodriguez voru handtekin og eiga yfir höfði sér ákæru vegna ofbeldisbrota gegn börnum og brottnámi þeirra. Þá hefur Viera-Guevara einnig verið kærður fyrir að hafa komið ólöglega til landsins, en honum hefur áður verið vísað frá Bandaríkjunum.

Viera-Guevara og Rodriguez sögðu lögreglu að þau hefðu aðeins hlekkjað drengina í stuttan tíma til þess að hræða þá. Það er til þess að þeir myndu ekki strjúka af heimilinu.

Meðleigjandi þeirra sagði þetta hins vegar ekki rétt. Þau hefðu hlekkjað drengina og skilið þá eftir eina þegar þau fóru af heimilinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú