fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Segir örvæntinguna sem leiðir ungmenni til að bera vopn og jafnvel stinga jafnaldra sína til bana afurð brostins samfélags

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. september 2024 15:30

Mynd: Úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er kannski ekki skrítið að örvænting sé orðin mjög algeng líðan meðal ungs fólks og barna í dag og ákjósanlegra sé að flýja frekar inn í heim samfélagsmiðla með tilheyrandi vítahringsáhrifum fyrir andlega heilsu. Afkomukvíðinn og firringin í samfélaginu okkar er slík að það verður stundum erfitt að sjá ljósið eða tilganginn. Örvæntingin sem leiðir unga manneskju til að bera vopn, beita alvarlegu ofbeldi og jafnvel stinga jafnaldra sína til bana verður aldrei til í tómarúmi, heldur er hún afurð brostins samfélags. En samfélagið er mannanna verk og við erum fullfær um að breyta þeirri vegferð sem við erum á. Það verður þó ekki gert fyrr en við horfumst af fullri alvöru í augu við vandamálin,“

segir Jón Ferdínand Estherarson þýðandi og stjórnmálasagnfræðingur.

Jón Ferdínand Estherarson

Grein sína á Vísi skrifar Jón í kjölfar hnífárásar á Menningarnótt, þar sem Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum og tvö önnur ungmenni slösuðust. Meintur gerandi, 16 ára drengur, situr í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.

„Fæst okkar þekktu Bryndísi Klöru Birgisdóttur en öll fyllumst við sorg og óhug vegna þessa atburðar,“ segir Jón, en segir dauða hennar ekki hafa gerst í tómarúmi eins og mikið hafi verið rætt.

Undanfarin misseri hafi alvarlegt ofbeldi sem og vopnaburður aukist meðal ungmenna.

„Samhliða því hefur gætt aukinnar vanlíðanar, óhamingju, kvíða og þunglyndis meðal ungs fólks og barna og viðvörunarbjöllum verið hringt í tíma og ótíma víða um samfélagið. Öllu sjaldnar er þó rætt um aukna tíðni fátæktar meðal barna og fullorðinna og áhrifa aukinnar misskiptingar, en það hefur einnig versnað mjög á undanförnum árum og félagslegri heilsu samfélagsins hrakað stöðugt í kjölfarið enda er það vel þekkt stærð í félagsvísindunum að aukið ofbeldi og vansæld fylgir gjarnan aukinni örbirgð og misskiptingu.“ 

Jón segir að það sé löngu kominn tími á það að við segjum hingað og ekki lengra þó betur hefði mátt fara ef við hefðum gert það fyrr. Bráðnauðsynlega þurfi að skoða margt í samfélaginu því allir mælikvarðar eru að segja okkur það að við höfum fallið kirfilega á prófinu.

Staða ungmenna er og hefur verið erfið og verður það áfram nema gripið sé til aðgerða

Varpar Jón næst fram nokkrum spurningum sem sýna fram á erfiða stöðu ungmenna í dag, síðustu misseri og næstu árin nema eitthvað verði gert.

„Er það þannig eðlilegt að á meðan að yfirlýsingar um miklar áhyggjur heyrast frá stjórnvöldum af auknum vopnaburði ungs fólks höfum við á sama tíma vopnvætt lögregluna og alið bæði á úlfúð og hræðsluáróðri gagnvart hvort öðru og gegn því fólki sem er í hvað viðkvæmastri stöðu í samfélaginu?“ 

„Er það eitthvað annað en firrt að við höfum búið ungu fólki og börnum þannig í haginn að þeirra bíður fátt annað en óöryggi og eilífðargildra á húsnæðismarkaði? … Ef börn og ungmenni njóta ekki þeirra forréttinda að búa við stuðning efnaðra foreldra hvert eiga þau þá til dæmis að snúa sér til að klífa mörg hundruð þúsunda króna leigu fyrir mygluétna íbúðarholu, með allt að þriggja mánaða tryggingu sem greiða skal fyrirfram? Íbúðar sem þeim er síðan gjarnan hent út úr í nokkra mánuði á ári svo leigusalinn geti grætt ennþá meir á ferðamönnum í skammtímaleigu. Hvert eiga þau að leita til að afla tekna upp þá á rúmu milljón króna á mánuði sem þarf til að kaupa sér meðalíbúð?“ 

„Hvernig ætli börnum og ungmennum líði þegar þau mæta í framhaldsskólann eða háskólann og eiga erfitt með að lesa? Ef svo lukkulega vill til að þau geti þó lesið, hvert eiga þau að snúa sér til að eiga við afborganirnar af námslánunum sem hanga munu eins og akkeri um hálsa þeirra í jafnvel áratugi? Ef þau útskrifast svo úr framhaldsnámi og heyja afkomustríðið á vinnumarkaði með lánin, skuldirnar eða leiguna á bakinu getur unga fólkið okkar því næst vænst þess að horfa upp á syni og dætur hinna auðugu og vel tengdu með lögheimilisskráningu í Garðabæ eða Seltjarnarnesi fá rjómann af öllum hátt launuðum störfum og tækifærum. Hvert á það þá að snúa sér ef það nýtur ekki forréttinda hinnar alíslensku frændhygli? Tækifærisleysi virðist þannig því miður bíða óskaplega margra barna, ungmenna og ungs fólks.“ 

Margir foreldrar hafa ekki burði til að sinna börnum sínum

Jón spyr sig einnig hvernig andleg heilsa barna sé sem alast upp hjá foreldrum sem þjakaðir eru vegna dýrtíðar lífskjarakrísunnar, húsnæðiskreppunnar og krónískrar kulnunar? Sumir þeira þurfi jafnvel fleiri en eina vinnu til að brúa bilið milli mánaða. 

„Hvar er samneytið og félagslega heilsubótin af nærveru og umönnun foreldra sem neyðast til að vinna myrkranna á milli eða eru of kulnuð til að finna fyrir eigin tilfinningum, hvað þá barnanna?“

Engin aðstoð í kerfinu

Jón klikkir að lokum upp með þeirri staðreynd að þegar ungmenni vilja leita sér aðstoðar þá sé kerfið ekki að aðstoða þau. Viðtalstímar hjá sálfræðingi séu til að sliga fjárhag þeirra og foreldra þeirra. 

 

„Eða leita hjálpar hjá heilbrigðis- og velferðarkerfum hins opinbera, sem eru bæði fjársoltin og undirmönnuð til fjölmargra ára, undir ofþrýstingi vegna gífurlegrar fólksfjölgunar og bíða ýmist einkavæðingarferlis eða eru þegar orðin því að bráð sem hver önnur markaðsvara fyrir fjárfesta til að græða á?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Í gær

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Í gær

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Í gær

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum