fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Deilt um dóm yfir unglingspilti sem risti mann á kvið – „Þetta sendir skýr skilaboð til ungmenna. Engar afleiðingar að stinga fólk“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. september 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gær hlaut unglingspiltur skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ýmis hegningarlagabrot þar á meðal fyrir nokkrar árásir. Sú alvarlegasta var þegar pilturinn stakk mann með hnífi, í kviðinn, með þeim afleiðingum að hluti af görnum hans vall út úr kviðarholinu. Dómurinn yfir piltinum hefur hrundið af stað mikilli umræðu á samfélagsmiðlum. Ýmsum þykir dómurinn allt of vægur og segja um hneyksli að ræða en aðrir benda á það sem fram kemur í dómnum um að pilturinn hafi verið til meðferðar hjá fagaðilum og játað brot sín.

Unglingspiltur hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir lífshættulega hnífaárás – „Hluti af garnalykkju vall út úr kviðarholinu“

Dómurinn er til umræðu á samfélagsmiðlinum Reddit og blöskrar ýmsum sem þar tjá sig og vísa þá m.a. í tíðar fréttir undanfarið af hnífaburði og tilheyrandi ofbeldi meðal ungmenna. Dæmi um ummæli í þá átt eru:

„Hér er enn eitt dæmið af hverju hnífaárásarrugl er komið á þann stað sem við erum á í dag. Viðurlögin eru bara SKAMM! Og ekkert meira.“

„Öh – þetta býður tiltölulega augljóslega upp á vítahring ofbeldis.“

„Samfélagssáttmálinn um að hefna ekki ofbeldis með ofbeldi byggir á því að ríkið refsi þeim sem beita aðra lífshættulegu ofbeldi.“

„Hvernig í ósköpunum stendur á því að fólk á Íslandi fari ekki í fangelsi fyrir að kviðrista aðra manneskju?“

„Þetta sendir skýr skilaboð til ungmenna. Engar afleiðingar að stinga fólk.“

Brandari?

Ummæli í svipuðum dúr má sjá á Facebook:

„Er þessi með tengsl á bak við sig, brandara dómur.“

„Brandara dómur. Yfirvöldum algjörlega að kenna þessi síbrot þar sem þeir setja ekki alvöru lög og dómarar dæma ekki af fullri alvöru að mínu mati.“

„Svo eru menn hissa á að ungt fólk noti hnífa nú það er refsilaust.“

Ekki svo einfalt

Nokkrir benda þó, á Reddit, á að horfa þurfi á dóminn frá fleiri hliðum og verið sé að vinna í málum piltsins á faglegan hátt:

„Sérfræðiálit og inngrip félagsmálafólks, gaurinn var í meðferðarúrræðum eftir handtöku og að dómi. Réttarkerfið er að forðast að búa til annan síbrotamann. Þetta er fagfólk og þetta byggir á reynslu þeirra, og hvað þau hafa lært af mistökum.“

„Gæinn var „vistaður“ í fyrra og í ár og er viðfang ríkisins. Það er ekki verið að hleypa honum á götuna, hann heldur áfram í meðferð. Það sem þið eruð að kalla eftir er að hann feti sömu leið og aðrir með sömu baksögu, eins og td Skeljagrandabræður. Það býr til atvinnuglæpamenn. Hvernig veit fólk þetta ekki lengur? Harðir dómar hafa engin áhrif, það hefur verið margsannað. Þeir eru fínir til að leyfa samfélaginu að upplifa réttlæti. En með svona tilfelli er betra að taka sjensinn áður en starfsnám í atvinnuglæpum er hafið á hrauninu. Sérstaklega þegar önnur úrræði eru í gangi. Það er ekkert verið að gera ekkert.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Fréttir
Í gær

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum