fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Unglingspiltur hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir lífshættulega hnífaárás – „Hluti af garnalykkju vall út úr kviðarholinu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2024 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ónafngreindan unglingspilt í  18 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir stórhættulega líkamsárás sem og fjölmörg önnur hegningarlagabrot.

Brotin áttu sér stað árin 2022-2024 en alvarlegasta brotið átti sér stað í júní 2023, þegar pilturinn var 16 ára gamall. Veittist hann þá að að manni með hníf á Austurvelli, skar hann í andlitið og stakk hann í kviðinn. Fyrir vikið hlaut maðurinn skurðsár í andliti annars vegar og hins vegar mikla áverka á kviði, nánar tiltekið þriggja og hálfs sentímetra rof á kviðvegg og djúpan stunguáverka. Í dómsorði segir meðal annars: „Þannig að mesenterium og hluti af garnalykkju vall út úr kviðarholinu og var hluti af garnahengi fjarlægt í bráðaaðgerð.“

Sá sem varð fyrir árásinni var erlendur ríkisborgari á þrítugsaldri en telja má mikla mildi að hann hafi ekki orðið fyrir fyrir varanlegum skaða. Í öryggismyndavél sést að brotþoli veittist fyrst að drengnum eftir að stympingar hófust milli þeirra.  Eftir árásina hljóp brotaþoli særður inn í mathöllina í Pósthússtræti þar sem hann fékk fyrstu hjálp þar til lögregla og sjúkralið kom á staðinn. Hann krafðist 2,5 milljóna króna í miskabætur frá piltinum en dómari málsins ákvað að 600 þúsund krónur væri hæfilegt.

Að auki var drengurinn sakfelldur fyrir brot á vopna- og fíkniefnalögum sem og fyrir aðra stórhættulega líkamsárás í stigagangi við heimili drengsins um miðjan ágústmánuð í ár. Veittist hann með ofbeldi að nágrannakonu sinni, ýtt henni þannig að hún skall aftur fyrir sig og eftir að hún stóð á fætur ráðist að henni með hníf og skorið hana í hægri vanga, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut 2,5 cm skurð yfir hægra kinnbein sem þurfti að sauma, bólgu á höku og verki og mar á kinn.

Í dómnum kemur fram að drengurinn komi úr erfiðum fjölskylduaðstæðum og hafi verið vistaður á meðferðarheimili hluta ársins 2023 og 2024. Hafa ýmis úrræði verið reynd af yfirvöldum til að stemma stigu við vaxandi áhættuhegðun drengsins en fram kemur að hann búi yfir mörgum „jákvæðum persónulegum eiginleikum“ eins og segir í dómnum.

Hér má lesa dóminn í heild sinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá