Lögreglan á Vestfjörðum hefur sent frá sér tilkynningu vegna manns sem var með hníf á sér og var handtekinn á Ísafirði í gærmorgun. Segir í tikynningunni að grunnskólabörn hafi orðið hrædd við manninn.
Tilkynningin er svohljóðandi:
„Vegna fyrirspurna fjölmiðla þykir lögreglunni á Vestfjörðum rétt að upplýsa um að snemma í gærmorgun handtók lögreglan mann í almenningsgarði á Ísafirði. Sá virtist hafa legið sofandi á bekk í garðinum um nóttina. Þegar skólatími hófst í grunnskólanum hafði maðurinn vaknað og urðu nemendur hræddir við þennan einstakling. Maðurinn var með vasahníf á sér en skv. vitnum mun hann ekki hafa beinlínis ógnað nærstöddum með hnífnum en virtist þó vera í andlegu ójafnvægi.