fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Íslandshótel fyrsta sjálfbærnivottaða hótelkeðjan

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. september 2024 08:29

Ólafur Torfason, eigandi og stjórnarformaður Íslandshótela, Katrín Bryndísardóttir, viðskiptastjóri vottunar hjá Vottunarstofunni Tún, Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og sjálfbærnisviðs hjá Íslandshótelum, Lijing Zhou, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Íslandshótelum og Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandshótel er fyrsta íslenska hótelkeðjan til að vera fylliilega sjálfbærnivottuð, en öll 17 hótel Íslandshótela hafa nú hlotið viðurkennda vottun frá „Green Key“ sem er útbreiddasta sjálfbærnivottunarkerfið í alþjóðlegri ferðaþjónustu. „Green Key“ hefur verið við lýði í yfir aldarfjórðung og í notkun í yfir 60 löndum. 

„Markmið Íslandshótela hefur alltaf verið skýrt; að vera leiðandi á sviði sjálfbærni og setja ný viðmið í íslenskri ferðaþjónustu. Við erum afar stolt af þessum áfanga sem hefur krafist mikils af okkar frábæra starfsfólki. Sjálfbærnivottun er staðfesting á því mikla starfi sem við vonum að verði hvatning fyrir önnur fyrirtæki,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela í fréttatilkynningu.

„Green Key“ vottuninin er ekki aðeins staðfesting á því að Íslandshótel uppfylli strangar umhverfiskröfur, heldur tekur hún einnig mið af áhrifum á samfélagið allt, nær og fjær.  

„Þessi áfangi endurspeglar þá miklu vinnu, ástríðu og skuldbindingu sem starfsfólk okkar hefur lagt í verkefnið. Árangurinn er þeirra. Sýn um sjálfbærni hefur alltaf verið í forgrunni hjá eigendum, stjórn og stjórnendum Íslandshótela, og sú sýn hefur hvatt okkur til að gera enn betur og fara ennþá lengra,“ segir Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og sjálfbærni hjá Íslandshótelum. 

„Ekki aðeins erum við að fagna Green Key vottun okkar, heldur erum við einnig fyrsta íslenska ferðaþjónustufyrirtækið til að ganga til liðs við Glasgow Declaration on Climate Action in Tourism og erum við á lokastigi þess að hljóta regnbogavottun með Samtökunum 78, sem staðfestir okkar skuldbindingu um fjölbreytileika og inngildingu í allri starfsemi okkar,“ segir Erna Dís. 

„Samstarfið við Íslandshótel hefur verið afar ánægjulegt. Fagmennskan, þekkingin og sú skuldbinding sem starfsfólkið hefur sýnt þessu mikilvæga verkefni hefur verið mikil og hvatning til sjálfbærrar framtíðar í þessari grein hér á landi,“ segir Katrín Bryndísardóttir, viðskiptastjóri vottunar hjá Vottunarstofunni Tún. 

Íslandshótel er leiðandi afl í íslenskri ferðaþjónustu og rekur 17 hótel með 1955 herbergi á lykilstaðsetningum um land allt. Fyrirtækið er styrk stoð í þessari sívaxandi atvinnugrein og mun halda áfram að vera fyrsti valkostur þeirra sem velja hótelgistingu á Íslandi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök