fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Framkvæmdastjóri Gildis um kaupréttarsamninga Haga – „Ekki verið að tvinna hagsmuni hluthafa og stjórnenda nægilega vel saman“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. september 2024 18:30

Davíð Rúdolfsson framkvæmdastjóri Gildis, sem er stærsti hluthafinn í Högum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gildi, stærsti hluthafinn í Högum, telur að nýtt kaupréttarkerfi tvinni hagsmuni hluthafa og stjórnenda ekki nægilega vel saman. Framkvæmdastjóri segir að forsvarsmenn Haga hafi fullvissað þá og aðra hluthafa um að fyrirhuguð netverslun með áfengi væri lögleg.

DV hefur fjallað um hluthafafundi Haga og kaupréttarsamninga sem níu æðstu stjórnendurnir fá. En tímasetningarnar hafa farið saman við fyrirhugaða áfengisnetverslun Hagkaups sem mun að öllum líkindum auka virði félagsins og þar með hagnað stjórnendanna.

Lífeyrissjóðurinn Gildi reyndi að draga úr þessum kaupréttarsamningum en varð undir á hluthafafundi á föstudaginn síðasta, 30. ágúst.

Hagsmunir hluthafa og stjórnenda ekki samtvinnaðir

Davíð Rúdólfsson, framkvæmdastjóri Gildis, segir að lífeyrissjóðurinn hafi verið að fylgja eftir hluthafastefnu sjóðsins líkt og í öðrum slíkum málum í gegnum tíðina. Lögum samkvæmt er hluthöfum ætlað að taka formlega afstöðu til mála eins og þessa. Gildi hafi reynt að rækja það hlutverk sitt og veita aðhald.

„Í tilfelli Haga erum við stór hluthafi í félaginu og töldum í þessu tilfelli ástæðu til að koma á framfæri okkar sjónarmiðum og áherslum varðandi fyrirliggjandi tillögu stjórnar félagsins um innleiðingu á nýju kaupréttarkerfi, mál sem var upphaflega borið undir hluthafa á aðalfundi Haga í lok maí en var þá frestað,“ segir Davíð. „Þrátt fyrir að miklar breytingar hafi orðið á upphaflegri nálgun stjórnar félagsins, m.a. varðandi umfang hins nýja hvatakerfis, þá höfðum við enn ýmsar athugasemdir við uppleggið á hluthafafundinum á föstudaginn.“

Sjóðurinn hafi því í annað skipti lagt fram breytingartillögu á tillögu stjórnar þar sem athugasemdum um umfang hins nýja umbunarkerfis gagnvart stjórnendum var komið á framfæri.

Sjá einnig:

Topparnir hjá Högum fá kauprétt á sama tíma og áfengissala Hagkaupa opnar – Stærsti hluthafinn reyndi að sporna við

„Að okkar mati var ekki verið að tvinna hagsmuni hluthafa og stjórnenda nægilega vel saman með þessari útfærslu og því þótti okkur rétt að koma því á framfæri,“ segir Davíð.

Fullvissaðir um lögmæti

Aðspurður um hvort að það sé ekki ljóst að umræddir starfsmenn sem fengu kaupréttarsamninga græði persónulega á netverslun áfengis í Hagkaup segir Davíð erfitt að meta það og að það liggi ekki nógu mikið fyrir varðandi þau mál á þessum tímapunkti. Hann hafi hins vegar verið fullvissaður af forsvarsmönnum Haga um að netsalan væri lögleg.

„Við höfum fylgt þessu máli eftir gagnvart Högum, m.a. með fyrirspurn á aðalfundi félagsins,“ segir Davíð. „Forsvarmenn Haga fullvissuðu okkur og aðra hluthafa félagsins á fundinum um að ekki standi annað til en að starfa samkvæmt gildandi lögum.“

Setjast ekki í dómarasæti

Lífeyrissjóðirnir hafa verið gagnrýndir í þessu máli, í ljósi þess að þeir eiga meirihluta í Högum og hafa flestir ef ekki allir fest niður á blað einhvers konar stefnur eða yfirlýsingar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum. Í slíkri stefnu hjá Gildi er talað sérstaklega um félagsleg málefni.

Sjá einnig:

Þrýsta á lífeyrissjóðina vegna áforma Hagkaupa um áfengissölu – „Gerum við auknar kröfur á að fyrirtæki af þessu kalíberi virði landslög“

„Í stefnu Gildis um ábyrgar fjárfestingar er gert ráð fyrir því að félög sem sjóðurinn fjárfesti í starfi í samræmi við lög og var það áréttað af hálfu sjóðsins á umræddum aðalfundi. Afstaða Gildis er því skýr hvað það varðar. Að öðru leyti varðar þetta mál fyrst og fremst rekstrarleg og samkeppnisleg áform félagsins og er því á forræði stjórnar og stjórnenda félagsins,“ segir Davíð aðspurður um hvernig áfengissala samrýmist stefnu Gildis og hvort lífeyrissjóðurinn sé að sýna samfélagslega ábyrgð.

„Því er við að bæta að það er erfitt fyrir einstaka hluthafa að leggja mat á það hvort þessi áform standist eða standist ekki,“ segir Davíð. „Með öðrum orðum þá er erfitt fyrir hluthafa og varla þeirra hlutverk að setjast í dómarasæti hvað það varðar, þ.e.a.s. að úrskurða um lögmæti þessara áforma eða grípa til aðgerða á þeim grunni. Rannsóknir eða ákvarðanir um lögmæti eru á hendi opinberra aðila hvað það varðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“
Fréttir
Í gær

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir konunum þremur sem fengu háar fjárhæðir frá erlendum auðkýfingi – Ein sleppur vel en tvær sitja í súpunni

Dómur fallinn yfir konunum þremur sem fengu háar fjárhæðir frá erlendum auðkýfingi – Ein sleppur vel en tvær sitja í súpunni
Fréttir
Í gær

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft