Ekki koma nánari upplýsingar fram í skeyti lögreglu nú í morgunsárið, eins og varðandi líðan barnanna og hvaðan sælgætið kom.
Alls voru 77 mál skráð í LÖKE á tímabilinu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. Töluvert var um tilkynningar um hin ýmsu atvik, aðstoðarbeiðnir vegna veikinda þar á meðal og vegna fólks í annarlegu ástandi.
Tvö vinnuslys komu til kasta lögreglu. Í hverfi 104 datt kona og fékk höfuðhögg en meiðsli hennar reyndust minniháttar. Í Kópavogi ók einstaklingur á rafmagnshjóli á bakk og er líklega fótbrotinn eftir slysið. Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku.