fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fréttir

Lilja segir hingað og ekki lengra: „Þessi þróun er al­gjör­lega óviðun­andi og við verðum öll að stöðva hana“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. september 2024 09:00

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra MYND/ANTON BRINK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tök­um hönd­um sam­an og snú­um þess­ari þróun við sem sam­fé­lag. Að því sögðu sendi ég fjöl­skyldu og vin­um Bryn­dís­ar mín­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur.“

Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í grein sinni skrifar hún um hina skelfilegu hnífaárás á Menningarnótt sem dró unga stúlku til bana.

„Þjóðin er harmi sleg­in eft­ir að frétt­ir bár­ust af því að eitt okk­ar, Bryn­dís Klara Birg­is­dótt­ir, 17 ára, lést í kjöl­far al­var­legra áverka sem henni voru veitt­ir. Það er þyngra en tár­um taki að þetta hafi gerst í okk­ar sam­fé­lagi. Sorg­in er enn erfiðari þar sem um er að ræða unga mann­eskju sem átti bjarta framtíð fyr­ir sér. Öll þjóðin finn­ur fyr­ir missin­um og sárs­auk­an­um í svona harm­leik,“ segir hún.

Lilja bendir á að í gegnum tíðina hafi Íslendingar borið þá gæfu að búa í samfélagi þar sem tíðni alvarlegra glæpa er lág í alþjóðlegum samanburði.

„Hins veg­ar hafa á und­an­förn­um árum reglu­lega borist frétt­ir af al­var­leg­um at­vik­um hjá ungu fólki þar sem gróft of­beldi hef­ur fengið laus­an taum­inn og vopn­um er beitt, hvort sem það er inn­an veggja skóla, skemmti­staða eða á al­manna­færi. Það gef­ur auga­leið að þessi þróun er al­gjör­lega óviðun­andi og við verðum öll að stöðva hana.“

Lilja segir í grein sinni að að sama skipti verðum við að skilja hvað veldur þessari breytingu til að geta breytt samfélaginu til betri vegar.

„Að und­an­förnu hafa stjórn­völd í aukn­um mæli sett þunga í að mæta þess­um nýja veru­leika og munu gera það sem þarf til að stöðva þessa þróun. Þetta er eitt stærsta sam­fé­lags­verk­efni okk­ar og er ég sann­færð um að þjóðarátak gegn of­beldi muni skila okk­ur ár­angri og gera sam­fé­lagið ör­ugg­ara. Ísland er sterkt sam­fé­lag og hef­ur tek­ist á við mikl­ar áskor­an­ir í gegn­um tíðina. Við ætl­um okk­ur að vinna bug á þess­ari þróun og snúa henni við – og það get­um við. Slíkt hef­ur tek­ist í öðrum lönd­um og þangað þurf­um við meðal ann­ars að líta,“ segir hún í grein sinni.

Hún segir að við finnum öll hvernig harmleikur sem þessi slær okkur og við viljum ekki að slíkt endurtaki sig. Samvinna fjölmargra aðila muni skipta máli á þeirri vegferð sem er fram undan.

„Hvort sem um er að ræða lög­reglu­yf­ir­völd, frí­stunda­heim­ili, skóla­sam­fé­lagið í víðu sam­hengi, for­eldra, fé­lags­miðstöðvarn­ar, heil­brigðis­kerfið, fé­lagsþjón­ust­una, barna­mála­yf­ir­völd, íþrótta­fé­lög, lista­fólkið okk­ar og síðast en ekki síst unga fólkið sjálft. Tök­um hönd­um sam­an og snú­um þess­ari þróun við sem sam­fé­lag. Að því sögðu sendi ég fjöl­skyldu og vin­um Bryn­dís­ar mín­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“