fbpx
Mánudagur 02.september 2024
Fréttir

„Það ætlar sér ekkert barn að verða morðingi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. september 2024 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Klara Birgisdóttir, 17 ára stúlka í blóma lífsins, lést á föstudaginn af sárum sem hún hlaut í stunguárás á menningarnótt. Þjóðin er slegin vegna málsins sem hefur vakið mikla sorg og óhug yfir ofbeldismenningu og vopnaburði ungmenna í dag. Landsliðsmarkvörðurinn Björgin Páll Gústavsson segir tíma til kominn að samfélagið hlusti á raddir barnanna og takist á við rót þess vanda sem þau glíma við.

Hvert er samfélagið okkar að stefna?

Björgin rifjar á Facebook upp færslu sem hann skrifaði fyrir nokkrum mánuðum um vopnaburð ungmenna. Þar tók hann fram að vopnin væru ekki stóra vandamálið hvað ofbeldi varðar líkt og samfélagsmiðlinum Snapchat verði ekki kennt einum um einelti, eða ópíóíðum um fíknisjúkdóma. Ráðast þurfi að rót vandans, vanlíðan barna, svo börn þurfi ekki að verja sig, flýja frá eða deyfa sársauka. Hann segir fjölskyldu Bryndísar Klöru hafa sýnt ótrúlegt hugrekki að stíga fram og kalla eftir breytingum svo líf Bryndísar geti bjargað öðrum lífum í framtíðinni.

„Hvernig björgum við mannslífum? Hvert er samfélagið okkar að stefna? Hvað er að? Mikilvægt er að við reynum að komast að rót vandans og finnst mér annar fjölskyldumeðlimur stúlkunnar hitta naglann á höfuðið þegar hún talar um „….kominn tími til að foreldrar og samfélagið allt vakni til ábyrgðar á andlegri líðan barna og því samfélagi sem við erum að kalla yfir okkur með því að gera ekki neitt.“

Nú kalla margir eftir vitundarvakningu, samfélagsmiðlastjörnur nota sterk orð eins og aumingjar, einhvers staðar er lögð áherslu á samstöðu (eins og í leik Víkings og Vals í gær þegar klappað bara á 17 mín leiksins). Allt líklega mikilvægur hluti af þessu ferli sem samfélagið þarf að fara í gegnum þegar svona harmleikur verður. En munum að hver harmleikur hefur sína sögu. Saga sem er í flestum tilvikum mjög dimm, saga þar sem margir spyrja sig hefði ég getað gert eitthvað betur og svo framvegis. Það ætlar sér ekkert barn að verða morðingi.“

Mætti sjálfur 8 ára með hníf í skólann

Björgin Páll hefur í gegnum tíðina verið ófeiminn við að ræða um erfiða æsku sína. Hann segir að sjálfur hafi hann 8 ára gamall mætt með hníf í skólann. Hann var hræddur og upplifði sig varnarlausan. Enginn hlustaði á hann þá og Björgin Páll segir að ekkert hafi breyst í dag, enn sé ekki hlustað á börnin.

„Ég hef verið ófeiminn við að segja mína sögu í von um að hjálpa öðrum 8 ára mér einhvers staðar þarna úti. Ég var 8 ára strákurinn sem tók með mér hníf í skólann og var lagður inná barna- og unglingageðdeild. Hlutirnir voru alveg svona einu sinni. Vopnaburður ungs fólks hefur alltaf verið til staðar. Kveikjan að þeirri fáránlegu hugmynd sem ég fékk 8 ára gamall var líklega sprottin þaðan að allir og ömmur þeirra gengu um með svokallaða butterfly hnífa. Ég tók minn saklausa eldhúshníf með mér í skólann því að ég var hræddur, vissi ekki við hvað, eiginlega bara allt, einelti, eldri strákana og fannst ég gjörsamlega varnarlaus.

Það var bara engin að hlusta á mig. Enn þann dag í dag er engin að HLUSTA! Það heyra allir en það er engin að fokking hlusta! Það er engin að hlusta á börnin okkar. Það má vera að heimur versnandi fer en við erum bara lítil eyja með 400 þús íbúa og við getum passað uppá börnin okkar. Við getum sem samfélagið tekið ábyrgð okkar nær umhverfi. Við getum komið í veg fyrir að samfélagið hafni ákveðnum börnum. Nú vilja allir prófessorar landsins auka pressuna á börnin okkar í skólum og mögulega stéttskipta þeim enn frekar. En hvernig líður börnunum okkar í skólanum? Hvar er mælistikan yfir það? Er hún til? Hvað segir sú stika?“

Bryndís Klara var dóttir okkar allra

Björgvin segir að það sé auðvelt að deila yfirlýsingum á samfélagsmiðlum, en það eitt er ekki nóg. Það þurfi einhverjir að vera tilbúnir að virkilega leggja sitt að mörkum til að stuðla að betra samfélagi. Lengi trúði Björgvin því að stjórnmálin væru rétti staðurinn, en hann hefur þú misst þá trú í dag þar sem kerfið vinnur of hægt.

„Í allri þessari umræðu fallast manni hendur og maður veit ekki hvar maður á að byrja. En getum við ekki byrjað á því að elska öll börnin okkar? Getum við ekki byrjað á því að veita þeim þann stuðning sem þau þurfa? Hvort sem það er sálfræðiþjónusta inni í skólunum, meiri stuðning við þau kerfi sem eiga að halda utan um börnin okkar (kennara, barnavernd..) og foreldra. Hvað get ég sjálfur gert til þess að hjálpa? Hvað finnst þér að við gætum gert betur? Ég vil í alvöru heyra þína skoðun á því! Því eins og Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson orti :

Því meðan til er böl sem bætt þú gazt,
og barizt var meðan hjá þú sazt,
er ólán heimsins einnig þér að kenna.

Bryndís Klara var dóttir okkar allra #dottirmin“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekkert verður af skiptum Osimhen

Ekkert verður af skiptum Osimhen
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúum stendur ekki á sama um aukinn fjölda betlara í miðborginni – „Sitja dofin á götunum með betlispjöld, áreita vegfarendur og hlutir verið að hverfa“

Íbúum stendur ekki á sama um aukinn fjölda betlara í miðborginni – „Sitja dofin á götunum með betlispjöld, áreita vegfarendur og hlutir verið að hverfa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið