fbpx
Mánudagur 02.september 2024
Fréttir

Jón ómyrkur í máli: „Kerfið hefur brugðist, samfélagið virkar ekki sem skyldi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. september 2024 08:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ólafsson tónlistarmaður veltir því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími á nýjan hugsunarhátt á Íslandi. Jón skrifaði færslu á Facebook í gær sem vakið hefur töluverða athygli.

Tilefn skrifanna er hræðileg hnífaárás á Menningarnótt þar sem unglingsstúlka í blóma lífsins lést og tveir til viðbótar slösuðust. Í pistlinum segir Jón meðal annars:

„Þetta er eins hræðilegur atburður og hægt er að ímynda sér og hugur okkar allra er hjá fjölskyldu og aðstandendum stúlkunnar. Þetta er þyngra en tárum taki. Gerandinn er unglingspiltur og hann fæddist ekki fullur af illum anda, það er alveg á hreinu. Ekki dettur mér í hug að verja gjörðir hans en spyr samt: hvar liggur ábyrgðin?“

Jón segist sjálfur vilja meina að aðstæður margra fjölskyldna og barna ráði þarna mestu.

Alltof margir þurfa að vinna miklu meira en góðu hófu gegnir og fyrir vikið vafra börnin að mestu sjálfala um án þess að hljóta þá hlýju og uppeldi sem þau þarfnast. Að sama skapi eru velferðarsviðin ekki að fúnkera nógu vel  og á hverjum degi heyrum við um ungt fólk sem ýmist tekur líf sitt; fær ekki viðeigandi úrræði við fíkni- eða geðsjúkdómum eða er vísað frá um helgar þegar þau leita á náðir sjúkrastofnana,“ segir hann og bætir við að fangelsin séu yfirfull og öllum sé þar hrúgað saman, fíklum, geðsjúkum og forhertum glæpamönnum.

„Á meðan staðan er svona er einstaka þingmönnum efst í huga og mikilvægast að koma hvítvíni í verslanir svo ríka fólkið geti þurfi ekki í Ríkið til að ná sér í drykkjarföng með humrinum.  Ég gubba hreinlega,“ segir Jón ákveðinn og bætir við:

„Það þarf að skera þetta kerfi upp svo fólk geti verið með börnunum sínum og sé ekki að drepa sig á vinnu alla daga. Það þarf að forgangsraða hlutunum öðruvísi. Það þarf meiri jöfnuð í samfélaginu og ég skora á forráðamenn þjóðarinnar að taka þennan hörmulega atburð mjög alvarlega, líta í eigin barm og spyrja sig sjálfa hvort þeir geti mögulega lagt eitthvað af viti á vogarskálarnar til að þoka málum í aðrar og betri áttir en þessar sem nú vísa fólki til glötunar. Kerfið hefur brugðist, samfélagið virkar ekki sem skyldi og það er ekki tilviljun. Illa hefur á málum verið haldið alltof víða og afleiðingarnar koma betur og betur í ljós.  Er ekki kominn tími á nýjan hugsunarhátt á Íslandi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekkert verður af skiptum Osimhen

Ekkert verður af skiptum Osimhen
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúum stendur ekki á sama um aukinn fjölda betlara í miðborginni – „Sitja dofin á götunum með betlispjöld, áreita vegfarendur og hlutir verið að hverfa“

Íbúum stendur ekki á sama um aukinn fjölda betlara í miðborginni – „Sitja dofin á götunum með betlispjöld, áreita vegfarendur og hlutir verið að hverfa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslandsferð blaðamanns tók á sig drungalegan blæ – „Mér líður eins og ég sé að horfa á endalok mannkynsins“

Íslandsferð blaðamanns tók á sig drungalegan blæ – „Mér líður eins og ég sé að horfa á endalok mannkynsins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pétur Jökull sakfelldur

Pétur Jökull sakfelldur