fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Íbúar á Selfossi uggandi eftir ljót slagsmál ungmenna í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. september 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á Selfossi hafa margir lýst áhyggjum sínum eftir að slagsmál brutust út við Ölfusárbrú skammt frá Tryggvaskála í gærkvöldi. Lögregla staðfestir í samtali við DV að hún hafi verið kölluð á vettvang.

Íbúi birti færslu í íbúahópi Selfyssinga á Facebook á tíunda tímanum í gærkvöldi og beindi orðum sínum til foreldra í bænum.

„Ef þú átt strák ca 15-18 ára með áverka eftir kvöldið væri ráð að spjalla við hann og reyna að fá frekari upplýsingar. Þetta voru 4-5 strákar á móti einum. Nokkrir áhorfendur til hliðar.

Greinilega skipulagt því gerendur og áhorfendur földu andlit sín með grímum og hettum,“ sagði íbúinn og bætti við að um grimm slagsmál hafi verið að ræða sem leystust upp þegar vitni reyndu að stöðva þau.

Íbúinn segir að lögregla hafi verið kölluð til og kom hún á vettvang um það leyti sem hópurinn leystist upp. Hvetur íbúinn foreldra til að ræða við börn sín og segir viðkomandi:

„Þetta ástand og ofbeldi sem er í gangi í landinu er ekki í lagi! Þetta verður að stöðva strax!“

Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir í samtali við DV að málið sé komið inn á borð lögreglu og lögregla hafi verið kölluð á vettvang í gærkvöldi. Hann segir að lögregla hafi ekki náð að stíga inn í atburðarásina í gærkvöldi.

Þorsteinn segir að nú sé verið að rannsaka hvaða einstaklingar voru þarna að verki og að rannsókn málsins sé á frumstigi. Hann staðfestir einnig að einhver úr hópnum hafi þurft að leita sér aðhlynningar vegna áverka eftir fyrrnefnd slagsmál.

Málið hefur vakið talsverðar umræður í íbúahópi Selfyssinga og lýsa margir áhyggjum sínum af stöðu mála hér á landi. „Guð minn góður. Hvað er að gerast með börnin okkar? Þetta er ekki í lagi,“ segir til að mynda einn íbúi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni
Fréttir
Í gær

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“