fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Guðni segir umræðuna allt of harða: Þeir duglegustu oft bara með barnaskólapróf

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. september 2024 08:00

Guðni Ágústsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég gæti farið hring­inn kring­um landið þar sem dug­leg­ustu at­hafna­menn­irn­ir voru bara og eru með barna- eða ung­linga­skóla­próf,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni skrifar hann um lestrarhæfni drengja sem hann segir að sé vissulega alvarlegt mál en umræðan sé á köflum allt of hörð og neikvæð.

„Mikið er óskap­ast yfir því að dreng­ir séu „ólæs­ir“ í lok grunn­skóla­göngu. Nú er látið eins og Ásmund­ur Ein­ar Daðason mennta- og barna­málaráðherra beri einn alla sök á því hvernig komið er. Ásmund­ur Ein­ar hef­ur þó aðeins í tæp þrjú ár gegnt starfi mennta­málaráðherra. Mér skilst að vanda­málið sé ekki fætt í gær og jafn­vel séu ára­tug­ir síðan fór að bera á ólæsi drengja. Við sem eldri erum mun­um að við lærðum að lesa við eld­hús­borðið heima og það var Litla gula hæn­an sem skipti sköp­um í okk­ar mennt­un þá,“ segir Guðni í grein sinni.

Hann segir jafn vit­laust að kenna Ásmundi Ein­ari um vand­ræði drengj­anna hvað lest­ur­inn varðar eins og að ein­hverj­ir færu að þakka hon­um fyr­ir að hann hefði fundið upp lest­ur­inn. Þetta vanda­mál sé gam­alt og nýtt.

„Strák­ar hafa önn­ur áhuga­mál og marg­ir þeirra „ólæsu“ hafa orðið af­reks­menn sinna byggðarlaga. Ég gæti farið hring­inn kring­um landið þar sem dug­leg­ustu at­hafna­menn­irn­ir voru bara og eru með barna- eða ung­linga­skóla­próf. Hér á Sel­fossi hafa verið og eru af­burðamenn að dugnaði og fram­sýni í at­vinnu­líf­inu sem hættu ung­ir í skóla og kenn­ar­ar þeirra töldu best að þeir færu á „sjó­inn“, eins og oft var sagt í mínu ung­dæmi við þessa stráka.“

Guðni heldur áfram og segir:

„Ólæsi er stórt orð, og ekki alls kost­ar rétt um þetta vanda­mál, samt er þetta grafal­var­legt mál, reyn­ir bæði á kenn­ara og for­eldra og mennta­kerfið allt. Því held ég að umræðan sé alltof hörð og nei­kvæð. Viðkvæðið er það sama og í Litlu gulu hæn­unni hjá öll­um þegar rætt er um hverj­um ólæsi sé að kenna, svarið er: „Ekki ég.“ Svo er bara gripið til gömlu ís­lensku aðferðar­inn­ar að hengja bak­ara fyr­ir smið. Lýður­inn hróp­ar: Kross­fest­um bara „blessaðan“ mennta- og barna­málaráðherr­ann! Það eru ekki all­ir jafn­ir á bók­ina og mig minn­ir að gagn­fræða- og lands­prófið hafi hér áður flokkað sauðina frá höfr­un­um. Hjá öðrum hópn­um stóð hug­ur­inn til lang­skóla­náms og hvít­húfu, hjá hinum til iðngreina, land­búnaðar eða sjó­mennsku.“

Guðni segir að hér áður fyrr hafi verið best að vekja menntaþrá barna með lestri. Hann segir að börn í dag kunni þó miklu meira á flestum sviðum en bæði hann og jafnaldrar hans gerðu um fermingu.

„Þau hafa tungu­mál á hreinu, þau kunna á alla tækni og eru orðin há­menntuð á mörg­um sviðum. Mér hef­ur verið sagt að þessi nýja kyn­slóð sé kölluð þumalputta­kyn­slóðin. Og kannski eru marg­ir þess­ir dreng­ir jafn­ok­ar BS-gráðudrengj­anna, en mennta­kerfið verður að átta sig á því að dugnaður­inn finn­ur alltaf upp nýja sigra. Þeir sem sagt var að fara á sjó­inn hafa spjarað sig. Og ólæsið er kannski ekki ólæsi held­ur bein leið að nýju marki sem mennta­kerfið hafn­ar eins og hest­ur­inn, svínið og kött­ur­inn í Litlu gulu hæn­unni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri