fbpx
Mánudagur 02.september 2024
Fréttir

Eldri borgari í innkaupaferð áreittur af krakkagengi – „Þau eru ekkert að bíða eftir þér, þau eru bara að chilla í aðalinngangnum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. september 2024 16:11

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pexels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina var vakin athygli á því í íbúahópi á Facebook að eldri borgari á áttræðisaldri hefði lent í hremmingum í verslun Bónus í Skeifunni. Hefði maðurinn mætt rétt fyrir lokun í verslunina klukkan 20, en öryggisverði fara heim á slaginu kl. 20, svo enginn öryggisvörður var til staðar. Segir sá sem færsluna ritar að krakkagengi hafi gert sér grein fyrir því, mætt í búðina um sama leyti og verið í eltingarleikjum í búðinni.

„Nýlega lenti eldri borgari á áttræðisaldri í 12-14 ára krakkagengi í Bónus. Einn piltur veittist að gamla manninum með nokkurs konar Jó-Jó sem hann lét ganga á miklum hraða beggja vegna mannsins, og króaði hann þannig af.“

Segir að maðurinn hafi kvartað við vaktstjórann, ungling af asíu uppruna, en hann hafi ekki séð neina ástæðu til að skipta sér af háttsemi ungmennanna.

„Hann hafnaði því að krakkarnir væru að ónáða gamlingjann sem bað um að fá að ræða við vaktstjórann í einrúmi. Vaktstjórinn skildi gamla manninn ekki vegna takmarkaðrar íslenskukunnáttu.  Krakkarnir eltu gamla manninn um Bónus og stóðu ofan í þeim, vaktstjóranum og gamla, en krakkahópurinn kallaði í sífellu, „Hann lýgur þessu.“ Og fékkst því ekki tækifæri til að ræða við vaktstjórnn í einrúmi og var líkast að gamli þyrfti að eiga við tvenn krakkagengi í einu, vaktstjórann ásamt öðrum asíu unglinga starfsmönnum sem stóðu álengdar, og krakkagengið.“

Rakið er að maðurinn hafi greitt fyrir vörurnar og síðan beðinn vaktstjórann úr aðstoð við að fara út bakdyramegin án þess að lenda í krakkahópnum sem beið fyrir utan. „Þau eru ekkert að bíða eftir þér, þau eru bara að chilla í aðalinngangnum,“ var svarið sem hann fékk.

Þorði ekki heim á bílnum

Segir að þegar eldri maðurinn hafi komið út hafi krakkahópurinn elt hann, hann hafi því ekki viljað fara burt á bíl sínum, og verið hræddur um að hann yrði skemmdur síðar ef krakkarnir tækju niður númerið. Maðurinn hafi því gengið heim með tvo þunga poka og tekið nokkurra kílómetra sveig til að „losna við við einelti krakkagengisins“ og síðan tekið sér sér leigubíl til að fara að sækja bíl sinn.

Sagt er að maðurinn hafi rætt við rekstrarstjóra Bónus, sem sagði málið lítið koma versluninni við en hann myndi kannski skoða myndupptökur úr versluninni. Ekkert hafi þó heyrst frá honum vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekkert verður af skiptum Osimhen

Ekkert verður af skiptum Osimhen
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúum stendur ekki á sama um aukinn fjölda betlara í miðborginni – „Sitja dofin á götunum með betlispjöld, áreita vegfarendur og hlutir verið að hverfa“

Íbúum stendur ekki á sama um aukinn fjölda betlara í miðborginni – „Sitja dofin á götunum með betlispjöld, áreita vegfarendur og hlutir verið að hverfa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið