fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

Georg ómyrkur í máli: „Til stórrar skammar fyrir Ísland“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. ágúst 2024 08:00

Georg Lárusson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að það sé hending ef gæslan viti af því hvað er að gerast inni á fjörðum og á afskekktum stöðum á landinu. Smyglarar geti til dæmis átt greiða leið til að koma ólöglegum varningi inn í landið.

Georg segir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag.

Blaðið ræddi í gær við Halldór B. Nellett, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, sem sagði að strandlengjan við Ísland væri meira og minni eftirlitslaus. Engar ratsjár væru við ströndina til að fylgjast með skipum og bátum sem ekki væru virk í AIS-auðkenningarkerfinu.

Georg tekur undir þetta og segir meðal annars:

„Við vit­um um nokkuð mörg dæmi þess að skip og bát­ar láti hvergi vita af sér og séu ekki með kveikt á AIS-auðkenn­ing­ar­kerf­inu. Það er hend­ing ef við vit­um af því hvað er að ger­ast inni á fjörðum og á af­skekkt­um stöðum,“ seg­ir Georg við Morgunblaðið.

Hann segir að þetta sé grafalvarlegt og beinir skýrum skilaboðum til stjórnvalda. „Við verðum að horf­ast í augu við þann vanda sem fyr­ir hendi er. Við get­um ekki haft full­nægj­andi eft­ir­lit með hafsvæðinu í kring­um landið og strönd­um þess,“ segir hann og bætir við:

„En það er til stórr­ar skamm­ar að Ísland, eyja úti í miðju Atlants­hafi sem bygg­ir af­komu sína á sjón­um meira og minna, skuli ekki hafa nein tæki til þess að fylgj­ast með hafsvæðinu í kring­um landið nema með radar­mynd­um sem við fáum gef­ins frá Evr­ópu­sam­band­inu. Það er aumt að geta ekki einu sinni haldið úti einni flug­vél. Ef vel á að vera þyrft­um við tvær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt