fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 16:31

Frá aðgerðum á Breiðamerkurjökli Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur fyrirtæksins Ice Pic Journeys hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna banaslyss sem varð í ferð á vegum fyrirtækisins í íshelli á Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag. Yfirlýsingin fer hér á eftir í heild sinni:

Yfirlýsing  vegna slyss:

Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 

Hugur okkar er hjá aðstandendum þess sem lést og öllum þeim sem lentu í slysinu, fjölskyldum þeirra og ástvinum sem takast á við krefjandi aðstæður nú og á komandi tímum. Það er erfitt að ímynda sér þann sársauka sem slíkt áfall og missir veldur.

Við leggjum nú áherslu á að veita starfsfólki okkar stuðning og aðstoð til að takast á við það áfall sem þau hafa orðið fyrir og hlúa að andlegri heilsu þeirra.

Við lítum málið alvarlegum augum og munum halda áfram að vinna náið með lögreglu og yfirvöldum til að tryggja að málið verði rannsakað af fyllstu kostgæfni.

Af virðingu við þau sem lentu í slysinu og aðstandendur þeirra munum við ekki tjá okkur frekar um málið fyrr en rannsókn þess er lokið.

Virðingarfyllst,

Mike and Ryan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu