fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 16:31

Frá aðgerðum á Breiðamerkurjökli Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur fyrirtæksins Ice Pic Journeys hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna banaslyss sem varð í ferð á vegum fyrirtækisins í íshelli á Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag. Yfirlýsingin fer hér á eftir í heild sinni:

Yfirlýsing  vegna slyss:

Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 

Hugur okkar er hjá aðstandendum þess sem lést og öllum þeim sem lentu í slysinu, fjölskyldum þeirra og ástvinum sem takast á við krefjandi aðstæður nú og á komandi tímum. Það er erfitt að ímynda sér þann sársauka sem slíkt áfall og missir veldur.

Við leggjum nú áherslu á að veita starfsfólki okkar stuðning og aðstoð til að takast á við það áfall sem þau hafa orðið fyrir og hlúa að andlegri heilsu þeirra.

Við lítum málið alvarlegum augum og munum halda áfram að vinna náið með lögreglu og yfirvöldum til að tryggja að málið verði rannsakað af fyllstu kostgæfni.

Af virðingu við þau sem lentu í slysinu og aðstandendur þeirra munum við ekki tjá okkur frekar um málið fyrr en rannsókn þess er lokið.

Virðingarfyllst,

Mike and Ryan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi
Fréttir
Í gær

Jóni ofboðið og segir að nútíminn taki sér refsi­vald yfir hinum dauðu

Jóni ofboðið og segir að nútíminn taki sér refsi­vald yfir hinum dauðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgaryfirvöld í Vilníus gera rýmingaráætlun vegna hugsanlegrar innrásar – Breikka vegi og brýr

Borgaryfirvöld í Vilníus gera rýmingaráætlun vegna hugsanlegrar innrásar – Breikka vegi og brýr