Eigendur fyrirtæksins Ice Pic Journeys hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna banaslyss sem varð í ferð á vegum fyrirtækisins í íshelli á Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag. Yfirlýsingin fer hér á eftir í heild sinni:
Yfirlýsing vegna slyss:
Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum.
Hugur okkar er hjá aðstandendum þess sem lést og öllum þeim sem lentu í slysinu, fjölskyldum þeirra og ástvinum sem takast á við krefjandi aðstæður nú og á komandi tímum. Það er erfitt að ímynda sér þann sársauka sem slíkt áfall og missir veldur.
Við leggjum nú áherslu á að veita starfsfólki okkar stuðning og aðstoð til að takast á við það áfall sem þau hafa orðið fyrir og hlúa að andlegri heilsu þeirra.
Við lítum málið alvarlegum augum og munum halda áfram að vinna náið með lögreglu og yfirvöldum til að tryggja að málið verði rannsakað af fyllstu kostgæfni.
Af virðingu við þau sem lentu í slysinu og aðstandendur þeirra munum við ekki tjá okkur frekar um málið fyrr en rannsókn þess er lokið.
Virðingarfyllst,
Mike and Ryan