fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 16:31

Frá aðgerðum á Breiðamerkurjökli Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur fyrirtæksins Ice Pic Journeys hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna banaslyss sem varð í ferð á vegum fyrirtækisins í íshelli á Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag. Yfirlýsingin fer hér á eftir í heild sinni:

Yfirlýsing  vegna slyss:

Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 

Hugur okkar er hjá aðstandendum þess sem lést og öllum þeim sem lentu í slysinu, fjölskyldum þeirra og ástvinum sem takast á við krefjandi aðstæður nú og á komandi tímum. Það er erfitt að ímynda sér þann sársauka sem slíkt áfall og missir veldur.

Við leggjum nú áherslu á að veita starfsfólki okkar stuðning og aðstoð til að takast á við það áfall sem þau hafa orðið fyrir og hlúa að andlegri heilsu þeirra.

Við lítum málið alvarlegum augum og munum halda áfram að vinna náið með lögreglu og yfirvöldum til að tryggja að málið verði rannsakað af fyllstu kostgæfni.

Af virðingu við þau sem lentu í slysinu og aðstandendur þeirra munum við ekki tjá okkur frekar um málið fyrr en rannsókn þess er lokið.

Virðingarfyllst,

Mike and Ryan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“