fbpx
Fimmtudagur 07.nóvember 2024
Fréttir

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 11:30

Konan var 29 ára fornleifafræðingur frá Flórída. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona á þrítugsaldri, Karla Dana að nafni, drukknaði þegar eftirlílking lítils víkingaskips sökk við vesturströnd Noregs á þriðjudag. Fimm aðrir náðu að komast á fleka og var bjargað.

Miðillinn Local í Færeyjum greinir frá þessu.

Dana var 29 ára fornleifafræðingur frá Flórída fylki. Hún var í svokallaðri ævintýraferð á vegum Viking Voyage þar sem átti að sigla frá Færeyjum til Noregs á Naddoddi, eftirlíkingu af víkingaskipi, alls 500 sjómílna leið.

Naddoddur var smíðaður í Færeyjum fyrir um aldarfjórðung og hefur áður siglt til íslands. Hann var nefndur eftir víkingnum Naddoddi, sem samkvæmt Landnámu fann Ísland á áttundu öld.

Naddoddur sigldi úr höfn í  Tvøroyri í Færeyjum á laugardag. Á þriðjudag barst neyðarkall frá bátnum nálægt eyjunni Måløy, norðan við Björgvin í Noregi, en þá hafði það lent í vondu veðri.

Sjór gekk yfir bátinn og á endanum hvolfdi honum. Fimm manns náðu að komast á fleka og hanga þar þar til björgunaraðilar komu á staðinn. Nokkrum klukkutímum síðar fannst Dana drukknuð undir bátnum þar sem hún hafði fest sig þegar honum hvolfdi.

Lögreglan í Noregi rannsakar nú málið og lík konunnar hefur verið sent í krufningu. Aðrir sem voru um borð í bátnum slösuðust ekki en þurftu á áfallahjálp að halda. Það er fólk frá Færeyjum og Sviss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt