fbpx
Fimmtudagur 29.ágúst 2024
Fréttir

Þrýsta á lífeyrissjóðina vegna áforma Hagkaupa um áfengissölu – „Gerum við auknar kröfur á að fyrirtæki af þessu kalíberi virði landslög“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 18:00

Árni segir Hagkaup hafa allt aðra stöðu en smærri netsölur með áfengi sem hafa opna á undanförnum misserum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagar í forystu breiðfylkingar forvarna og heilbrigðissamtaka sem berjast gegn afnámi ríkiseinokunar ÁTVR á áfengissölu sendu erindi á þá lífeyrissjóði sem eiga hlut í Högum. Er það vegna fyrirætlana Hagkaupa um opnun netverslunar með áfengi sem þau telja ekki samrýmast yfirlýsingum sjóðanna um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.

Í stöðluðu bréfi sem félagarnir sendu hver á sinn lífeyrissjóð segir:

„Við mótmælum því að fyrirtæki í eigu sjóðsins stundi ólöglega starfsemi af þessu tagi og sem félagar í íslenska samfélaginu mótmælum við því að grafið sé undan þeirri  lýðheilsustefnu sem samþykkt hefur verið á Alþingi og allar helstu heilbrigðisstéttir landsins hafa fylkt sér um.“

Einnig er óskað eftir því að erindið verði tekið fyrir á stjórnarfundi og að viðkomandi lífeyrissjóður komi á framfæri mótmælum við Haga og Hagkaup og krefjist þess að fallið verði frá áfengissölu. Verði ekki fallist á það dragi lífeyrissjóðurinn þegar í stað allt sitt hlutafé úr Högum.

Eins og sagði í frétt DV í gær eiga lífeyrissjóðirnir meira en 75 prósent í smásölurisanum. Á meðal stærstu hluthafa eru Gildi (17,71 prósent), LSR (11,37), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (10,55), Brú (9,04), Birta (7,39), Festa (4,54) og Stapi (3,45). En fjölmargir aðrir lífeyrissjóðir eiga minni hluti.

„Þetta er einföld fyrirspurn um það hvort að sjóðsfélögum finnist það forsvaranlegt að fjárfesta í fyrirtæki sem ekki fer að lögum,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum sem er eitt félögum í áðurnefndri breiðfylkingu. „Einnig áskorun að draga fé almennings úr þessu fyrirtæki.“

Marklaus plögg um samfélagslega ábyrgð

Árni segir að ábyrgð lífeyrissjóðanna sé gríðarlega mikil í þessu máli. Flestir lífeyrissjóðir setji sér ákveðnar siðareglur varðandi fjárfestingar sínar, það er samfélagslega ábyrgð. Þeir segist einnig fara að landslögum. Ekkert sé hins vegar að marka slík plögg miðað við fyrirætlanir Hagkaupa, sem séu að stærstum hluta í þeirra eigu.

Sjá einnig:

Topparnir hjá Högum fá kauprétt á sama tíma og áfengissala Hagkaupa opnar – Stærsti hluthafinn reyndi að sporna við

„Ef fólk er ósátt við sölufyrirkomulag eða fyrirkomulag samfélagsins þá er það Alþingi Íslendinga sem breytir því. Ekki forstjóri Hagkaupa sem er illa við lög og nennir ekki lengur að fylgja þeim. Það er ekki leiðin sem við förum í siðuðum samfélögum,“ segir Árni. Samkvæmt siðareglum beri lífeyrissjóðunum að stíga inn í þess atburðarás.

Tilfelli Hagkaupa sérstakt

Margar netverslanir með áfengi hafa sprottið upp á undanförnum misserum eins og fjallað hefur verið um í fréttum. Misstórar og missérhæfðar. Árni segir að þó að það sé vissulega slæmt þá sé opnun netverslunar Hagkaupa af annarri stærðargráðu og munur sér á þessu tvennu.

„Það er stigsmunur á einhverri bílsskúrssölu út á Granda og stórfyrirtæki sem lífeyrissjóðir og almenningur á stærstan hluta í,“ segir Árni. „Það sem gerir tilfelli Hagkaupa sérstakt er staða þess í samfélaginu. Hagkaup var fyrsta lágvöruverslunin og hefur að okkar mati alltaf verið fremur virðulegt fyrirtæki. Þess vegna gerum við auknar kröfur á að fyrirtæki af þessu kalíberi virði landslög og séu ekki að ganga gegn samþykktum samfélagsins í þessum málum og öllum þeim markmiðum sem fólk hefur. Eins og kemur núna í ljós í umfjöllun að það virðist vera samtvinnuð kjör æðstu stjórnenda og aukinnar veltu vegna ólöglegrar áfengissölu.“

Vísar hann þar með í frétt DV í gær þar sem fjallað var um tímasetningar um kaupréttasamninga helstu lykilstarfsmanna Haga og yfirlýsingar um opnun áfengisverslunar.

Árni segist sjálfur hafa sent sitt erindi á lífeyrissjóðinn Brú. Hann sé nú þegar búinn að fá svarbréf frá framkvæmdastjóra um að bréfið hafi verið móttekið og að það verði tekið fyrir hjá stjórninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar Smári gáttaður á verðinu eftir að hafa stokkið glorsoltinn inn á hamborgarastað

Gunnar Smári gáttaður á verðinu eftir að hafa stokkið glorsoltinn inn á hamborgarastað
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Í gær

Eltihrellir á Suðurlandi: Íhugaði að sprengja bifreið konunnar – Hefur þurft að flytja sex sinnum á ellefu mánuðum

Eltihrellir á Suðurlandi: Íhugaði að sprengja bifreið konunnar – Hefur þurft að flytja sex sinnum á ellefu mánuðum
Fréttir
Í gær

Segja hættur á ferðamannastöðum öllum kunnar og lærdóm aldrei dreginn af banaslysum – „Enginn ábyrgur og „slysin geta alltaf gerst“ viðhorfið“

Segja hættur á ferðamannastöðum öllum kunnar og lærdóm aldrei dreginn af banaslysum – „Enginn ábyrgur og „slysin geta alltaf gerst“ viðhorfið“
Fréttir
Í gær

Móðir hefur barist í fjölda ára – Segir litla virðingu borna fyrir einstæðum foreldrum – „Hringdi í Píeta af því mig langaði bara að fara“

Móðir hefur barist í fjölda ára – Segir litla virðingu borna fyrir einstæðum foreldrum – „Hringdi í Píeta af því mig langaði bara að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallaður hræsnari fyrir að leiða mótmæli gegn ferðamönnum á Tenerife

Kallaður hræsnari fyrir að leiða mótmæli gegn ferðamönnum á Tenerife