Pétur Jökull Jónasson var í morgun dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir aðild sína að máli sem nefnt hefur verið stóra kókaínmálið.
Það er Vísir sem greinir frá þessu.
Pétur var ákærður fyrir aðild að innlutningi á tæplega hundrað kílóúm af kókaíni til landsins sumarið 2022. Fjórir aðrir höfðu áður verið dæmdir í málinu.
Hér fyrir neðan er hægt að lesa frétt DV frá réttarhöldunum sem fram fóru fyrr í þesusm mánuði.
Pétur Jökull spurður út í tíðar ferðir sínar -„Ég átti erfitt með að fóta mig á Íslandi“