fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Leiguverð á íbúð líkt og Lára leigði hefur hækkað um 360% á 13 árum – „Það er galið“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt DV fyrir rúmri viku um blokkaríbúð sem auglýst var til leigu vakti mikla athygli og hneyksluðust margir á háu leiguverði íbúðarinnar.

Sjá einnig: Leiguverð á blokkaríbúð hneykslar -„Enginn með meira en hálfan heila sem myndi leigja þetta á þessu verði“

„Um er að ræða 136,3 fm nettó, 6 herbergja íbúð sem er björt enda íbúð með tveimur snyrtingum og stórum svölum í suður. Fjögur vel skipulögð svefnherbergi. Sér þvottahús í íbúð.“ 

Þannig hljómar auglýsing á íbúðinni sem er að Háaleitisbraut 109 í Reykjavík, í níu íbúða fjölbýli, og enn til leigu á leiguvef Mbl. Leiguverðið er 598 þúsund krónur á mánuði og þarf einnig að greiða þrjá mánuði fyrirfram.

Mynd: Mbl.is

„Fyrir nokkru sá ég um það bil 136 fm íbúð auglýsta til leigu á 598.000 krónur á mánuði. Ég skoðaði myndirnar og sá að íbúðin var alveg eins og íbúð sem ég leigði á neðri hæð í sömu blokk í sama stigagangi. Þær eru í það minnsta algerlega sambærilegar,“

segir Lára Zulima Ómarsdóttir leiðtogi almannatengsla hjá Pipar\TBWA í færslu á Facebook..

Segist hún því hafa ákveðið að fara inn á vef Hagstofunnar og skoða hvert leiguverðið væri á þessari íbúð samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar.

„Þegar ég byrjaði að leigja þarna í júní 2011 var leiguverðið 165.000 kr á mánuði. Leigan hækkaði svo jafnt og þétt þann tíma sem ég var þarna og endaði í 292.000 í janúar 2019. – Leiguverðið hækkaði um 77% en verðlag á sama tímabili um 21%. Ég man að það sveið vel undan þessum hækkunum.“

Bendir hún á að íbúðin sem auglýst er til leigu sé að öllu leyti sambærileg og auglýst á 598.000 krónur á mánuði. 

„Sé miðað við verðlagsreiknivél Hagstofunnar og leiguverðsins sem ég greiddi þarna 2011 ætti leigan að vera 275.000 kr á mánuði.

Nú ef ég set inn leiguverðið frá árinu 2019 í verðlagsreiknivélina ætti leigan að vera 400.000 krónur á mánuði.

Hvernig leigan getur verið orðið 598.000 kr er óskiljanlegt. Leiguverðið hefur skv þessu hækkað um 100% á 5 árum, eða tvöfaldast.

Það hefur hækkað um 360% frá 2011! Meira en þrefaldast.

Það er galið.“

Lára segir að það sé eitthvað meira en lítið skrýtið við þetta allt saman og svo virðist sem það sé endalaust hægt að hækka leiguverð.

„Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvers vegna leiguverð á Íslandi er eins og það er og skil engan veginn hvaða lögmálum hækkanir á því lúta.“

Í athugasemd við færslu sína bætir Lára við:

Til gamans má geta þess að þegar ég byrjaði fyrst að leigja 1989 þá leigðum við litla 52 fm íbúð í Vesturbæ á 45.000 kr. sem á verðlagi dagsins í dag eru 210.000 krónur. Veit ekki alveg hvað leiguverð á slíkri íbúð er í dag en það væri áhugavert að vita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“