fbpx
Fimmtudagur 29.ágúst 2024
Fréttir

Íslandsferð blaðamanns tók á sig drungalegan blæ – „Mér líður eins og ég sé að horfa á endalok mannkynsins“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Antonia Zimmermann fékk áfall á ferð sinni um Ísland. Zimmermann heillaðist af hugmyndinni um Ísland út af fallegu landslagi og náttúru, líkt og svo margir, en þegar hún kom hingað breyttist hrifningin þó í trega. Vissulega sé náttúran falleg en hún sýni hvert heimurinn er að stefna út af loftslagsbreytingum.

Zimmermann skrifar um reynslu sína hjá Politico. Hún kom hingað til lands með vinum frá Bandaríkjunum og ákvað að keyra hringveginn. Til stóð að skoða hveri, fossa og lón. Zimmermann rekur að ferðamannabransinn á Íslandi sé í miklum blóma og eiginlega sé staðan orðin þannig að ágangur ferðamanna sé kominn út fyrir það sem landið og innviðir þoli. Til standi að bregðast við neikvæðum áhrifum ferðamanna á umhverfið. Á sama tíma sé náttúran eins að breytast út af loftslagsbreytingum. Jöklar heimsins bráðni sífellt hraðar og hraðar en þessi þróun sé sérstaklega augljós á Íslandi þar sem um 750 ferkílómetrar af jöklum hafa horfið síðan um aldamótin. Rannsakandinn Hans Welling við Háskóla Íslands sagði við Zimmermann:

„Fólk kemur hingað til að komast í náttúruna og upplifa óvenjulegt landslagið og þá sér það hvernig jöklaumhverfið hér hefur orðið fyrir áhrifum af loftslagsbreytingum. Maður sér það nú þegar.“

Draumaferðin til Íslands var því komin með drungalegan undirtón. Og hópurinn sá merki loftslagsbreytinga víða á ferð sinni. Í Húsavík sáu þau hvali sem ekki var hægt að sjá á sama stað fyrir nokkrum áratugum. Hvalirnir fóru að venja ferðir sínar þangað út af breytingum í vistkerfi hafsins. Hópurinn tók einnig eftir lúpínunni og notuðu netið til að fræðast um plöntuna. Komust þau að því að lúpínan er herskár arfi sem sé að stofna vistkerfum landsins í hættu.

Hópinn setti svo hljóðan við Jökulsárlón.

„Eftir að við keyrðum út af troðnu bílaplaninu, eftir að hafa eytt nokkrum mínútum að stara á ísjakanna sem fljóta á lóninu, setti okkur hljóð,“ skrifar Zimmermann og rekur að Vatnajökull sé að bráðna á methraða sem veldur því að tengdir jöklar á borð við Breiðamerkurjökull bráðna enn hraðar. „Mér líður eins og ég sé að horfa á endalok mannkynsins“

Zimmermann rekur að bara nú um helgina hafi maður látið lífið á Breiðamerkurjökli þegar íshella féll ofan á hann. Hans Welling sagði við blaðamanninn að ekki væri hægt að tengja slysið beint við loftslagsbreytingar en þó væru líkur á að slys sem þessi verði algengari í náinni framtíð.

„Við héldum leið okkar áfram um hringveginn og ég neyddist fljótlega til að stöðva bifreiðina því hellidemba og móða á gluggum hafði gert aksturinn hættulegri. Þegar við héldum aftur að stað, nú með þörf til að deila hugsunum okkar og hugleiðingum, komum við fljótlega að öðrum jökli og lóni hans. Það stytti upp sem framkallaði regnboga yfir gráan himininn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Salman Rushdie á leið til Íslands

Salman Rushdie á leið til Íslands
Fréttir
Í gær

Líkfundur í fjörunni á Álftanesi

Líkfundur í fjörunni á Álftanesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Litlu mátti muna þegar eldri kona missti meðvitund í Silfru

Litlu mátti muna þegar eldri kona missti meðvitund í Silfru