fbpx
Fimmtudagur 29.ágúst 2024
Fréttir

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 08:30

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segist viss um það að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafni beiðni Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um að hann verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru samtakanna Solaris.

Helgi segir þetta í nýjasta þætti Dagmála á mbl.is sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Þekktir Íslendingar hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við vararíkissaksóknara

„Ég hef fulla trú á því að Guðrún Haf­steins­dótt­ir hafni þessu bara, sendi þetta til föður­hús­anna,“ segir hann í þættinum og kveðst vilja mæta til vinnu til að vinna fyrir kaupinu sínu sem skattgreiðendur borga honum.

„Ef það er eitt­hvert vanda­mál fyr­ir aðra – það er ekki vanda­mál fyr­ir Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur, hún hef­ur hálfa þjóðina á bak við sig í því – ef það er vanda­mál fyr­ir Sig­ríði þá verður hún bara að eiga við það. Það er henn­ar sam­visku­spurn­ing hvað hún vill gera,“ segir hann í þættinum.

Helgi segist ætla alla leið með málið ef allt fer á versta veg. Það séu hreinar línur.

„Ég ætla ekk­ert að bakka út úr því. Ég ætla að standa með sjálf­um mér í því og ég ætla að standa keik­ur á meðan stætt er. Og ég mun fara alla leið með þetta og gef ekk­ert eft­ir.“

Nýjasta þátt Dagmála á mbl.is má nálgast hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður lýsir hörmungunum á Breiðamerkurjökli: „Við stóðum á nákvæmlega þessum stað“

Ferðamaður lýsir hörmungunum á Breiðamerkurjökli: „Við stóðum á nákvæmlega þessum stað“
Fréttir
Í gær

Jóhanni fyndist skynsamlegt ef Íslendingar kæmu sér upp neyðarbirgðum eins og Danir

Jóhanni fyndist skynsamlegt ef Íslendingar kæmu sér upp neyðarbirgðum eins og Danir
Fréttir
Í gær

Bíó Paradís fær Fjólublátt ljós við barinn

Bíó Paradís fær Fjólublátt ljós við barinn
Fréttir
Í gær

Móðir hefur barist í fjölda ára – Segir litla virðingu borna fyrir einstæðum foreldrum – „Hringdi í Píeta af því mig langaði bara að fara“

Móðir hefur barist í fjölda ára – Segir litla virðingu borna fyrir einstæðum foreldrum – „Hringdi í Píeta af því mig langaði bara að fara“
Fréttir
Í gær

Segir farir sínar ekki sléttar af 1818 – Fékk rukkun fyrir þjónustuna og aðra fyrir að kvarta yfir að vera rukkuð

Segir farir sínar ekki sléttar af 1818 – Fékk rukkun fyrir þjónustuna og aðra fyrir að kvarta yfir að vera rukkuð
Fréttir
Í gær

Eigendur jöklaskoðunarfyrirtækisins fjarlægja upplýsingar um sig – Segjast ekki bera ábyrgð á slysum né dauða

Eigendur jöklaskoðunarfyrirtækisins fjarlægja upplýsingar um sig – Segjast ekki bera ábyrgð á slysum né dauða