fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
Fréttir

Mikið slasaður eftir umferðarslys á laugardag – Lögregla óskar eftir vitnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 12:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Bústaðavegar og Suðurhlíðar í Reykjavík síðastliðinn laugardag, 24. ágúst.

Í skeyti lögreglu kemur fram að tilkynning um slysið hafi borist klukkan 15.28, en þar varð árekstur bifreiðar og rafmagnshlaupahjóls.

„Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið vestur Bústaðaveg, en við gatnamótin beygði ökumaður hennar til norðurs (akstursleið að Veðurstofu Íslands) þegar ökumaður rafhlaupahjóls ætlaði að þvera veginn á sama stað svo árekstur varð með þeim. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild, en hann er mikið slasaður,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudni.p@lrh.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Atvinnulaus fýlupúki

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bíó Paradís fær Fjólublátt ljós við barinn

Bíó Paradís fær Fjólublátt ljós við barinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Móðir hefur barist í fjölda ára – Segir litla virðingu borna fyrir einstæðum foreldrum – „Hringdi í Píeta af því mig langaði bara að fara“

Móðir hefur barist í fjölda ára – Segir litla virðingu borna fyrir einstæðum foreldrum – „Hringdi í Píeta af því mig langaði bara að fara“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir farir sínar ekki sléttar af 1818 – Fékk rukkun fyrir þjónustuna og aðra fyrir að kvarta yfir að vera rukkuð

Segir farir sínar ekki sléttar af 1818 – Fékk rukkun fyrir þjónustuna og aðra fyrir að kvarta yfir að vera rukkuð
Fréttir
Í gær

Eigendur jöklaskoðunarfyrirtækisins fjarlægja upplýsingar um sig – Segjast ekki bera ábyrgð á slysum né dauða

Eigendur jöklaskoðunarfyrirtækisins fjarlægja upplýsingar um sig – Segjast ekki bera ábyrgð á slysum né dauða
Fréttir
Í gær

Notuðu kaffivél til kókaíninnflutnings – „En ég er ekkert að ljúga að þér bróðir minn“

Notuðu kaffivél til kókaíninnflutnings – „En ég er ekkert að ljúga að þér bróðir minn“
Fréttir
Í gær

Ólafur Þór geðlæknir um hnífaárásir: Þetta eru helstu áhættuþættirnir 

Ólafur Þór geðlæknir um hnífaárásir: Þetta eru helstu áhættuþættirnir