fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
Fréttir

Jóhanni fyndist skynsamlegt ef Íslendingar kæmu sér upp neyðarbirgðum eins og Danir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í þjóðaröryggisráði, segir að honum þætti skynsamlegt að Íslendingar kæmu sér upp neyðarbirgðum eins og Danir hafa verið hvattir til að gera.

Jóhann var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hann fór yfir þessi mál.

TV2 greindi frá því í gær að almannavarnir í Danmörku hefðu ákveðið að senda öllum Dönum yfir 18 ára aldri bréf þar sem þeir eru hvattir til að eiga birgðir af ýmsum nauðsynjavörum ef til neyðarástands kemur. Á listanum eru ýmis atriði nefnd til sögunnar, til dæmis vatn, matur og lyf sem fólk þarf að geta átt til að minnsta kosti þriggja daga.

Joðtöflur og klósettpappír

Ekki er nein yfirvofandi ógn í Danmörku en Danir vilja greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig eins og eins fram kemur á lista sem birtist meðal annars í frétt Vísis í gær sem fjallaði um málið. Á listanum má til dæmis finna hluti eins og sjúkrakassa, joðtöflur, salernispappír, sótthreinsi, bleyjur, tíðarvörur, hitagjafa eins og teppi og sængur, hleðslubanka, rafhlöður, vasaljós og jafnvel reiðufé.

Jóhann Friðrik sagði í Bítinu að engin tilskipun hefði verið gefin út fyrir íslenskt samfélag en engu að síður væri margt skynsamlegt að finna á þessum lista sem Danir fá.

„Eins og fram kemur í fréttinni að Danir telji enga ógn yfirvofandi eða eitthvað slíkt en ef maður horfir á það sem getur gerst finnst mér þessi listi nokkuð lógískur og kannski hægt að segja að þetta sé ekkert óskynsamlegt.“

Ekkert sérstaklega vel undirbúin

Spurður beint að því hvort honum fyndist skynsamlegt að þeir sem hafa náð 18 ára aldri hér á landi fengju svona bréf inn um lúguna sagði Jóhann:

„Nú hefur þetta ekki verið sérstaklega rætt í þjóðaröyggisráði en kann að vera að svipuð verkefni komi á okkar fjörur. Ég held að þegar umræðan um þjóðaröyggi og öryggi almennt kemur upp þá rekumst við oft á það að við erum ekkert sérstaklega vel undirbúin. Ég held að staðan sé þannig á Íslandi eins og í nágrannalöndunum.“

Jóhann benti á að þjóðaröryggisráð hefði verið að taka saman upplýsingar og gera skýrslur um neyðarbirgðir og í einni slíkri frá 2020 komi fram að íslensk heimili séu ekkert sérstaklega vel stödd hvað neyðarbirgðir varðar. „Mér finnst að við getum alveg tekið þetta til okkar. Þó það sé ekki beint búið að fara yfir þetta á okkar vettvangi þá finnst mér þetta lógískt.“

Jóhanni var bent á að dæmi væru um Íslendinga sem hefðu átt eins konar neyðarkassa árum saman. Aðspurður hvort hann mælti með því að Íslendingar hefðu slíkan kassa á sínu heimili ítrekaði Jóhann að margt mjög skynsamlegt væri á listanum.

„En ég er ekki sérfræðingur í því hvað ætti að fara í íslenska kassann. Það væru kannski frekar Rauði krossinn og almannavarnir sem myndu gefa slíkt út. Það kæmi mér ekkert á óvart ef slíkt verkefni yrði gert úr garði eins og annars staðar í kringum okkur, þetta er ákveðin fyrirhyggja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kallaður hræsnari fyrir að leiða mótmæli gegn ferðamönnum á Tenerife

Kallaður hræsnari fyrir að leiða mótmæli gegn ferðamönnum á Tenerife
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur í fjörunni á Álftanesi

Líkfundur í fjörunni á Álftanesi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

ELKO verður aðalstyrktaraðili nýrrar Fortnite-deildar Rafíþróttasambands Íslands

ELKO verður aðalstyrktaraðili nýrrar Fortnite-deildar Rafíþróttasambands Íslands
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Inga kærir sig ekki um að setjast á útmigið klósett – Man enn eftir stybbunni

Inga kærir sig ekki um að setjast á útmigið klósett – Man enn eftir stybbunni
Fréttir
Í gær

Sonurinn á batavegi eftir stunguárás á Menningarnótt – „Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg“

Sonurinn á batavegi eftir stunguárás á Menningarnótt – „Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg“
Fréttir
Í gær

Fyrirtækið sem sá um jöklaferðina í eigu bandarískra frumkvöðla – Talið hafa sýnt vítavert kæruleysi – „Þjóðin milli vonar og ótta vegna þessa atburðar“

Fyrirtækið sem sá um jöklaferðina í eigu bandarískra frumkvöðla – Talið hafa sýnt vítavert kæruleysi – „Þjóðin milli vonar og ótta vegna þessa atburðar“