fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Fréttir

Pútín leggur meiri áherslu á sigur í Úkraínu en að hrekja Úkraínumenn frá Kúrsk

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 03:10

Vladimir Pútín hefur meiri áhuga á Úkraínu en Kúrsk. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld eru að láta útbúa loftvarnarbyrgi fyrir almenna borgara, byrgi sem þeir geta leitað skjóls í undan sókn úkraínska hersins. En rússneskir hermenn eru aðallega látnir berjast í Úkraínu. Það eru auðvitað rússneskir hermenn í Kúrsk en því fer fjarri að þeir séu nægilega margir eða vel þjálfaðir til að geta hrakið úkraínska innrásarherinn til baka til Úkraínu.

Norska ríkisútvarpið segir að rússneskir fjölmiðlar flytji stakar fréttir af því að tekist hafi að stöðva sókn Úkraínumanna. Hins vegar fjalla þeir mikið um aðgerðir til að styðja við íbúa héraðsins og flytja þá á brott.

Norska ríkisútvarpið segir að lýsa megi stöðunni í Kúrsk og stefnu Pútíns í fimm atriðum.

  1. Pútín gerir lítið úr alvöru málsins. – Eins og svo oft þegar alvarlegir atburðir hafa átt sér stað, þá heyrist mjög lítið frá Pútín. Hann forðast að nota orðið „innrás“ um innrás úkraínska hersins í Kúrsk og hann notar ekki enn orðið „stríð“. Þess í stað lýsir hann innrásinni sem hryðjuverki og segir að viðbrögð Rússlands séu því „andhryðjuverkaaðgerð“. Hann fundaði með stjórnmálamönnum og héraðsstjórunum í Kúrsk, Belgorod og Briansk (sem eiga öll landamæri að Úkraínu) á fimmtudaginn og nýtti tækifærið til að kenna öðrum um skort á vörnum rússnesku landamærahéraðanna.

  1. Vandamálin í Kúrsk eru „á ábyrgð öryggissveita“ – Úkraínumenn segjast nú vera með 1.250 ferkílómetra og 92 bæi á valdi sínu í Kúrsk. Enn eiga þeir langt eftir að höfuðborg héraðsins en hún heitir Kúrsk. Pútín hefur ekki vogað sér til Kúrsk en fór þess í stað í heimsókn til Aserbajían og Tjétjeníu í síðustu viku. Pútín hefur sagt að staðan í Kúrsk sé „á ábyrgð öryggissveita“.

  1. Víglínan í Úkraínu er mikilvægust – Pútín hefur ákveðið að ekki skuli flytja mikinn fjölda hermanna frá vígstöðvunum í Donetsk til Kúrsk. Bloomberg skýrir frá þessu og vísar í heimildarmenn innan veggja Kreml. Rússneskar hersveitir hafa sótt að bænum Pokrovsk, sem er mjög mikilvægur vegna staðsetningar sinnar, í Donetsk. Ekki verður slakað á þeirri sókn og leggur Pútín meiri áherslu á hana en að hrekja Úkraínumenn frá Kúrsk. Hann telur mikilvægara að ná öllu Donetsk héraði á vald Rússa því nú þegar hefur verið sett í rússnesku stjórnarskránna að héraðið, og fjögur önnur úkraínsk héruð, séu hluti af Rússlandi.

  1. Mótmæli eru barin niður – Öll mótmæli hermanna og annarra gegn stríðinu eru barin niður af hörku. Pútín hefur til dæmis brotið loforð sitt um að þeir sem gegna herskyldu verði ekki sendir í stríð. Sumir þeirra og fjölskyldur þeirra hafa reynt að mótmæla þessu en öll mótmæli hafa verið barin niður af mikilli hörku.

  1. Stuðningur elítunnar við Pútín fer þverrandi – Nánast engin opinber umræða á sér stað um það sem er að gerast í Kúrsk. Eins og svo oft áður, þegar stór vandamál hafa komið upp, hefur Pútín virst óundirbúinn og fjarverandi. Þetta fer illa í marga Rússa og rússneska elítan fylgist vel með. Olígarkarnir og aðrir auðmenn hafa tapað miklu, bæði fjárhagslega og félagslega, frá upphafi stríðsins. En þeir sem tengjast leyniþjónustunni, öryggislögreglunni og hernum vita mæta vel að Pútín er duglegur við að varpa sökinni á aðra og fórna þeim án þess að blikka auga. Skiptir þá engu hvaða valdatafl á sér stað í tengslum við það. Slíkt mun gerast aftur og Pútín er ekki háður stuðningi elítunnar, nema að litlu leyti, svo lengi sem hann heldur áfram að spila á ótta fólks um að það sé næst í röð fórnarlamba.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margrét segir flest ungmenni bera vopn í varnarskyni – Fangelsi ekki rétta svarið

Margrét segir flest ungmenni bera vopn í varnarskyni – Fangelsi ekki rétta svarið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Móðir á hækjum þurfti að skutla dóttur sinni í skólann – Fær ekki akstur því hún er „óstaðsett í hús“

Móðir á hækjum þurfti að skutla dóttur sinni í skólann – Fær ekki akstur því hún er „óstaðsett í hús“