fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Móðir hefur barist í fjölda ára – Segir litla virðingu borna fyrir einstæðum foreldrum – „Hringdi í Píeta af því mig langaði bara að fara“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 18:57

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ákveðið að skrifa um aðstæður mínar því að þetta er málefni sem eflaust margir kannast við en kunna ekki við að segja frá af því að þau eru hrædd við að vera dæmd sem biturt fólk eða vælukjóar, en þetta getur líka orðið að lífshættulegum biturleika eða væli ef það er svo.“ 

Þannig hefst aðsendur pistill tveggja barna móður í Reykjavík sem hún sendi til DV. Móðirin óskaði eftir nafnleynd við birtingu. Millifyrirsagnir eru blaðamanns.

„Það er fullt af fólki sem tekur ákvörðun um að skilja, sumir missa maka sinn eða maki þeirra ákveður að yfirgefa þau.  Þá er ég að tala um fólk sem hefur átt fjölskyldu sem samanstendur af móður, föður og barni/börnum.  Allt í einu verður þessi fjölskylda eitt foreldri og barn eða börn.  Þetta eina foreldri finnur sig oft á öðrum stað en áður, því er allt í einu er þeim ekki boðið í matarboð með vinafólkinu, fjölskyldan horfir öðrum augum á það, oftar en ekki gerist það að foreldrið lendir í miklum fjárhagsörðuleikum og það verður allt í einu minni virðing borin fyrir því í samfélaginu og svo framvegis.

Margir hugsa núna; „kjaftæði, ég ber svo mikla virðingu fyrir einstæðum foreldrum.“ „Já já margir segjast gera það en almennt er borin minni virðing fyrir einstæðum foreldrum,“ skrifar móðirin.

„Erum við þá fátækasta fólkið í landinu?“ 

„Á hverju ári kemur í fréttum að einstæðir foreldrar hafa það verst í samfélaginu, já það er ekki að hjálpa okkur og hvað þá að börnin okkar heyra þetta í fréttunum. Mín börn hafa sagt eftir þessar fréttir:  „Erum við þá fátækasta fólkið í landinu?“ 

Ég er búin að vinna eins og  „mother fucker“ alla mína ævi. Jú ég kláraði ekki háskólamenntunina en það var af því að ég elska að vinna og vera með fólki.  Ég er góð í mínu fagi en fæ aldrei borgað miðað við það sem ég legg á mig og því hef ég oftar en ekki verið búin með launin í kringum 15 hvers mánaðar.  Ok ég er alveg á ágætis launum en þau duga aldrei, launin mín í dag hefðu dugað mér vel fyrir fimm árum þegar ég fékk meðlag, barnabætur og húsaleigubætur en nú eru börnin mín orðin eldri, ég fæ greiddar einar meðlagsbætur og húsaleigubæturnar voru teknar af mér.  

Þó svo að börnin séu eldri þá vill maður ennþá styðja þau og bjóða þeim eitthvað. Ég er bara ennþá í sömu stöðu þó svo að ég sé með betri laun.  Ég fæ laun, borga leigu, net og tryggingar, það eru 200.000 krónur eftir til að lifa út mánuðinn.  Miðað við kostnaðinn á öllu í dag þá er það ekki mikið og ég hef verið á vanskilaskrá í 20 ár, get aldrei fengið lán né yfirdrátt. Að vera ein að borga leigu í  hverjum mánuði (sem er 290.000 krónur) er fjandi mikið en ef við værum tvö saman að borga þá væri þetta minna mál. En mig langar að vera ein en þjóðfélagið býður ekki upp á það.  

„Að fara til læknis, sérfræðings, kvensjúkdómalæknis, tannlæknis, bifvélavirkja eða einhvers sem maður þarf að borga 20.000 krónur eða meira fyrir er bara eitthvað sem maður forðast eins og heitan eldinn…því að það fokkar öllu upp.  Ég vel frekar kvíðann við því að það sé eitthvað að mér, bílnum eða öðru…en börnin eru alltaf í forgangi auðvitað.  Já ég hef reyndar alveg farið á heilsugæsluna án þess að borga af því að ég hafði ekki efni á því en þá kemur bara rukkun fyrir heimsókninni inn á island.is.“ 

Hefur oftar en ekki viljað gefast upp og deyja

„Ástæðan fyrir að ég skrifa þetta er sú að oftar en ekki hef ég viljað gefast upp og deyja, ég get bara ekki staðið í þessu lengur.  Að vera í þessari stöðu mánuð eftir mánuð er niðurdrepandi og andlega erfitt fyrir utan að vera þessi manneskja sem á aldrei pening.  Það nennir enginn að vera með manneskju sem á aldrei pening og álit fjölskyldu og vina minnkar á manni af þvi að maður er ekki þessa hressa pía út um allan heim með fallegar myndir af sér á samfélagsmiðlum.  Virðing fjölskyldu og vina til okkar sem erum í endalausum peningaáhyggjum minnkar og ekki er það að hjálpa okkur.

Nú læt ég það flakka!!!  Ég hef alveg tekið eftir því að þið komið fram við fólk á mismunandi hátt miðað við stöðu og efnahag fólks í samfélaginu. Því miður get ég sagt þér það blákalt að þú kemur allt öðruvísi fram við vel stæða konu sem á eiginmann og tvö börn, en einstæða konu sem á tvö börn. Ekki segja við mig: „Nei ég geri það ekki“, því að þetta er heilagur sannleikur.  Þið dæmið alveg svakalega og ég gæti liggur við sagt að þetta er hálfgert einelti því að þið eigið það til að „vorkenna“ einstæðu foreldrunum af því að þau hljóta að vera eða eru flest í fjárhagsáhyggjum og eflaust öll á Tinder öll kvöld … leitandi að maka.  „Aumingja einstæða fólkið.“

Ég er alveg viss um að fjölskylda mín og vinir mundu koma allt öðruvísi fram við mig ef ég væri vel stæð gift kona, það væri miklu meiri virðing borin fyrir mér þó svo að ég hafi mest megnis alið upp mín börn alein og þau eru frábær.“

Langaði að kveðja og hringdi í Píeta

„Þau átta sig ekki á að þetta tekur á, af því að ég finn fyrir þessari vanvirðingu, ég hringdi í Píeta um daginn af því að mig langaði bara að fara, ég gat ekki meira af baráttu við að láta sem allt væri í lagi.  Þessi endalausa barátta í 15 ár við að standa mig sem móðir, eiga pening, standa mig í vinnu og vona að bíllinn fari í gang að morgni til að komast í vinnu varð bara of mikið….varð leið á að vera alltaf ein, hata jólin og sumarfrí því að þá eru allir með sínum maka og ég alltaf ein.  Greinilega hætti ég við að taka mitt líf en aðrir hætta ekki við og ég minni ykkur á að koma vel fram við allt og alla.“

Móðirin segist að lokum alltaf sjá eftir því að hafa bara ekki farið í nám til Danmerkur með börnin sín þegar þau voru yngri. „En það þýðir ekkert að velta sér upp úr því núna en af hverju er komið betur fram við einstæða foreldra í Danmörku en hér á landi?“

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Piltur úr tálbeituhópnum ræðir við DV: Segir þingmenn og aðra broddborgara klæmast við börn á netinu

Piltur úr tálbeituhópnum ræðir við DV: Segir þingmenn og aðra broddborgara klæmast við börn á netinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“