fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Minningarstund í Norðfjarðarkirkju

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju í Neskaupstað kl. 18 í dag.

Vika er liðin síðan fjölskyldufaðir á fertugsaldri lést af voðaskoti á Vesturöræfum og á fimmtudag fundust hjón á áttræðisaldri látin í heimahúsi. Karlmaður var handtekinn í Reykjavík og úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að vera valdur að andláti hjónanna.

Eftir minningarstundina verður áfallamiðstöðin í Egilsbúð opnuð. Þar getur fólk komið til að fá samtal og sálrænan stuðning. Miðstöðin verður einnig opin frá klukkan 16-19 á morgun.

Þeim sem eiga um sárt að binda er bent á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem er opinn allan sólarhringinn. Einnig er hægt að fá samband við geðheilbrigðisteymi HSA með því að senda póst á netfangið afallahjalp@hsa.is, hafa samband við presta í gegnum netfangið afallahjalp@kirkjan.is eða hafa samband við félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470 9000 eða með því að senda póst á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri