Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hann vilji kanna hug almennings til þess að gripið verði til mótmælaaðgerða vegna ástands efnahagsmála:
„Óformleg könnun. Ég hef skynjað sívaxandi reiði meðal almennings um stöðu efnahagsmála og ábyrgð ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans í þeim efnum. Ég hef í huga að boða aðgerðir/mótmæli og vil kanna hvort sú tilfinning sé rétt, að við séum búinn að fá nóg af þessu ástandi, og ætlum að láta í okkur heyra? Like og deiling ef þú ert á sömu skoðun.“
Þegar þessi orð eru rituð hafa 170 sett Like við færsluna og 78 deilt henni. Jafn framt hafa 4 tjáð sig í athugasemdum við færsluna þar sem viðkomandi taka heilshugar undir að þörf sé á mótmælum og sá harðorðasti vill einfaldlega byltingu.
Hvort Ragnari Þór þyki þetta nógu skýr merki um vilja almennings til mótmæla verður hins vegar að koma í ljós.