fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Fréttir

Árni vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni – „Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Tryggvason, ljósmyndari og fyrrverandi leiðsögumaður, segir að ferðaþjónustan eigi ekki að vera áhættustarfsgrein. Árni gerir hið hörmulega slys sem varð í Breiðamerkurjökli í gær að umtalsefni á Facebook-síðu sinni en einn er látinn og tveggja saknað eftir að ísveggur gaf sig.

Árni segir að á árunum eftir hrun, þegar lítið var að gera í hans vanalega starfi, hafi hann tekið tvö ár sem leiðsögumaður, mest í jöklaleiðsögn.

„Í þessum ferðum ofbauð mér oft krafan um að fara með farþegana í sem ævintýralegustu aðstæðurnar. Ef við fórum ekki með fólk í „tvísýnu“ þá vorum við ekki að standa okkur,“ segir Árni sem kveðst hafa starfað fyrir fyrirtæki sem þóttist vera framarlega í öryggismálum og þótti til fyrirmyndar.

„Á sama tíma voru íshellaferðirnar að hefjast og eftir að hafa komið á staði eins og undir fallega ísboga, brúnir eða hella sem voru síðan hrundir daginn eftir langaði mig ekki til að vera í þessum bransa. Vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni. Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað,“ segir Árni og bendir á að jöklar séu óstöðugir og breytist frá degi til dags.

„Það er í lagi að vanir menn fari þangað á eigin forsendum og ábyrgð. En að fara í svona óstöðugt umhverfi með algjörlega óvant fólk er mikið ábyrgðarhlutverk sem því miður fæst (ef nokkur) ferðaþjónustufyrirtæki geta staðið undir.  Hugsum málin upp á nýtt. Ferðaþjónustan á ekki að vera áhættustarfsgrein. Hvorki fyrir starfsfólk né farþega.“

Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður Félags fjallaleiðsögumanna, sagði við mbl.is í dag að mikilvægast væri að draga lærdóm af þessu slysi sem þurfi að rannsaka af fagmennsku og í þaula.

„Við köll­um eft­ir því að ít­ar­leg rann­sókn fari fram fyr­ir utan hefðbundna lög­reglu­rann­sókn. Við erum ekki að benda á fólk en við þurf­um fyrst og fremst að læra af því sem ekki fór vel. Og út frá því að laga bæði um­gjörð og lagaum­hverfi fólks sem vinn­ur á fjöll­um,“ sagði hann meðal annars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Einn látinn eftir slysið við Breiðamerkurjökul

Einn látinn eftir slysið við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvarleg líkamsárás í miðborginni – 16 ára drengur úrskurðaður í gæsluvarðhald

Alvarleg líkamsárás í miðborginni – 16 ára drengur úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Unglingsstúlka fór í hjartastopp eftir stunguárásina á menningarnótt – Hjúkrunarfræðingur kom að og endurlífgaði hana

Unglingsstúlka fór í hjartastopp eftir stunguárásina á menningarnótt – Hjúkrunarfræðingur kom að og endurlífgaði hana
Fréttir
Í gær

Erlent par hrætt en ánægt í rýmingu Bláa lónsins – „Við borguðum ekki neitt“

Erlent par hrætt en ánægt í rýmingu Bláa lónsins – „Við borguðum ekki neitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stúdentar skilja ruslið eftir á götum úti – „Stúdentagarðar eru bara algjörlega skíta pleis“

Stúdentar skilja ruslið eftir á götum úti – „Stúdentagarðar eru bara algjörlega skíta pleis“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Anna fór í veikindaleyfi 22 ára – „Ég er bara að biðja um að líf mitt sé þess virði að því sé lifað“

Anna fór í veikindaleyfi 22 ára – „Ég er bara að biðja um að líf mitt sé þess virði að því sé lifað“