Landhelgisgæslan hefur sent af stað tvær þyrlur vegna slyss við Breiðamerkurjökul í suðaustanverðum Vatnajökli. Það er vestan við Jökulsárlón. Íshellir hrundi og slasað fólk er fast inni í hellinum.
Visir.is greindi fyrst frá þessu.
Samkvæmt Jóni Þóri Víglundssyni upplýsingafulltrúa Landsbjargar er um umfangsmikla aðgerð að ræða. Fleiri viðbragðsaðilar hafa verið sendir á staðinn, lögregla, sjúkrabíll, sjúkraflugvél og björgunarsveitir.
Uppfært:
Nú er komið í ljós að íshellir hrundi. Björgunarsveitir á Höfn, Öræfum og Kirkjubæjarklaustri hafa verið kallaðar út vegna slyssins. Fólk er fast í hellinum en óvíst hversu margt. Talið er að minnsta kosti þrír eða fjórir séu slasaðir inni í hellinum. Einhverjir séu einnig fyrir utan hellinn.
Aðstæður á vettvangi eru sagðar mjög erfiðar. Sérþjálfaðir björgunarsveitarmenn hafa verið sendir á staðinn. Samhæfingarstöð almannavarna hefur verið virkjuð sem og hópslysaáætlun almannavarna.
Veistu meira um málið? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@dv.is. Fullum trúnaði er heitið.