fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Alvarlegt slys á Breiðamerkurjökli – Íshellir hrundi og fólk fast í hellinum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæslan hefur sent af stað tvær þyrlur vegna slyss við Breiðamerkurjökul í suðaustanverðum Vatnajökli. Það er vestan við Jökulsárlón. Íshellir hrundi og slasað fólk er fast inni í hellinum.

Visir.is greindi fyrst frá þessu.

Samkvæmt Jóni Þóri Víglundssyni upplýsingafulltrúa Landsbjargar er um umfangsmikla aðgerð að ræða. Fleiri viðbragðsaðilar hafa verið sendir á staðinn, lögregla, sjúkrabíll, sjúkraflugvél og björgunarsveitir.

Uppfært:

Nú er komið í ljós að íshellir hrundi. Björg­un­ar­sveit­ir á Höfn, Öræf­um og Kirkju­bæj­ark­laustri hafa verið kallaðar út vegna slyssins. Fólk er fast í hellinum en óvíst hversu margt. Talið er að minnsta kosti þrír eða fjórir séu slasaðir inni í hellinum. Einhverjir séu einnig fyrir utan hellinn.

Aðstæður á vettvangi eru sagðar mjög erfiðar. Sérþjálfaðir björgunarsveitarmenn hafa verið sendir á staðinn. Samhæfingarstöð almannavarna hefur verið virkjuð sem og hópslysaáætlun almannavarna.

 

Veistu meira um málið? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@dv.is. Fullum trúnaði er heitið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka