fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2024
Fréttir

Handtekinn og grunaður um stunguárás – Þrír alvarlega slasaðir

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 09:16

Lögreglan segir ekki mikið um málið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi einstakling sem er grunaður um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar er málið í rannsókn og ekki hægt að gefa upp frekari upplýsingar að svo stöddu.

Samkvæmt frétt RÚV var fréttastofunni tilkynnt um að tvær konur og karl hefðu verið stungin nærri rafskútufyrirtækinu Hopp við Hörpu. Starfsfólk hafi hlúð að fólkinu þar til viðbragðsaðilar komu. Fjórir sjúkrabílar voru sendir á vettvang.

Þá var önnur hnífaárás í miðborginni í nótt. Einn var vistaður í fangageymslu vegna málsins. Áverkar fórnarlambsins voru minniháttar.

Uppfært:

Lögreglan tilkynnti nú rétt fyrir klukkan 10 að þrír hefðu verið með stunguáverka eftir árásina sem lýst er í fyrri hluta þessarar fréttar. Voru þeir fluttir á bráðamóttöku Landspítala með alvarlega áverka. Voru gerðar aðgerðir á spítalanum í nótt.

„Sá sem grunaður er um verknaðinn var handtekinn og verður yfirheyrður síðar í dag.  Brotaþolar og hinn grunaði eru allt ungt fólk og rannsóknin unnin í samvinnu við barnaverndaryfirvöld,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Rannsókn beggja málanna er á frumstigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá ókunnugan mann ganga inn á heimili hjónanna – „Ég heyrði aldrei nein óp eða öskur“

Sá ókunnugan mann ganga inn á heimili hjónanna – „Ég heyrði aldrei nein óp eða öskur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir framkvæmdum sem stóðu fram á nótt

Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir framkvæmdum sem stóðu fram á nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn leita að rússneskum verkfræðingum og drepa þá – Myndband

Úkraínumenn leita að rússneskum verkfræðingum og drepa þá – Myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti 4,0 að stærð fannst víða

Skjálfti 4,0 að stærð fannst víða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórbruni nálægt Stokkseyri

Stórbruni nálægt Stokkseyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margfaldur umferðarlagabrjótur hefur aldrei verið með bílpróf

Margfaldur umferðarlagabrjótur hefur aldrei verið með bílpróf