fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Flokksgæðingarnar fengu veglegan bitling í Grindavíkurnefndinni – Svandís ákvað að flokksfélagi fengi 2,4 milljónir króna á mánuði

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 24. ágúst 2024 12:00

Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson eru samherjar úr Vinstri Grænum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ tók formlega til starfa þann 1. júní síðastliðinn en í maí samþykkti Alþingi lagafrumvarp um störf nefndarinnar. Lögin eru tímabundin til tveggja ára og falla úr gildi við sveitastjórnakosningar árið 2026.

Þrjú sæti – einn frá hverjum stjórnarflokki

Í lögunum kemur fram að þrír skulu eiga sæti í nefndinni, tveir sem eru tilnefndir af Svandísi Svavarsdóttur iðnaðarráðherra og einn af Ásmundi Einari Daðasyni, ráðherra menntamála. Komust þau að þeirri niðurstöðu að farsælast að væri að einn fulltrúi frá ríkisstjórnarflokkunum þremur myndi fá sæti í nefndinni.

Að endingu ákvað Svandís að fela Árna Þór Sigurðssyni, fyrrum alþingismanni Vinstri Grænna og sendiherra, formennsku í nefndinni. Árni Þór fór því í tveggja ára leyfi frá sendiherrastörfum sínum í Danmörku en Pétur Ásgeirsson tók við verkefnunum ytra. Aðrir nefndarmenn eru Sjálfstæðismaðurinn Gunnar Einarsson, fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, og Framsóknarkonan Guðný Sverrisdóttir, sem gegndi embætti sveitastjóra Grýtubakkahrepps í tæpa þrjá áratugi.

Svandísi falið að ákveða launakjörin

Það var svo í verkahring Svandísar, samkvæmt lögunum að ákveða launakjör nefndarmanna. Í svari frá innanríkisráðuneytinu við fyrirspurn DV kemur fram að launakjör Árna Þórs, sem formanns, hefðu verið miðuð við laun ráðuneytisstjóra og fær hann því um 2,4 milljónir króna á mánuði í laun. Aðrir nefndarmenn, þau Gunnar og Guðný, eru með 1,6 milljónir króna á mánuði. Miðað við tímarammann verður því heildarlaunakostnaður þremenninganna um 135 milljónir króna á þessum tveimur árum.

Tíu starfsmenn ráðnir til starfa

Grindavíkurnefndin hefur þó sannarlega ekki setið auðum höndum. Í áðurnefndu svari frá ráðuneytinu kemur fram að þegar hafi tveir starfsmenn verið ráðnir á skrifstofu nefndarinnar, annars vegar skrifstofustjóri, sem annast rekstur, fjármál, fjárhagsáætlanagerð og hins vegar yfirlögfræðing, sem annast stjórnsýslu nefndarinnar og lögfræðilega ráðgjöf, hefur með höndum ritun fundargerða, gerð minnisblaða, svör við erindum, skjalastjórnun, persónuverndarmál, skýrsla nefndarinnar til Alþingis, sem og önnur verkefni skv. ákvörðun formanns.

Jafnframt var ákveðið að teymisstjóri, sem forsætisráðuneytið réð til starfa í apríl fyrr á þessu ári, meðal annars til að samhæfa samskipti og upplýsingagjöf til Grindvíkinga vegna jarðhræringa á Reykjanesi, yrði hluti af starfsmannahaldi nefndarinnar.

Loks var ákveðið að setja á laggirnar sérstakt þjónustuteymi sem heyrði undir framkvæmdanefndina, sem telur alls sjö starfsmenn, í misjöfnu starfshlutfalli. Þjónustuteymið veitir Grindvíkingum ráðgjöf vegna skólamála barna og ungmenna, atvinnuleitar eða atvinnumissis, aðgengi að sálfræðiviðtölum, fræðslu- og hópmeðferðum fyrir börn og fullorðna, húsnæðismála og félagslega ráðgjöf.

Þá hefur framkvæmdanefndin heimild til þess að kaupa sérfræðiráðgjöf frá utanaðkomandi aðilum en samkvæmt svari ráðuneytisins er sá kostnaður, enn sem komið er, óverulegur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar