fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Svona er staðan á eldgosinu eftir nóttina

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. ágúst 2024 07:27

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gærkvöldi náði jafnvægi um miðja nótt. Mikilvægir innviðir eru ekki taldir í hættu þó talið sé líklegt að hraunflæðið nái yfir Grindavíkurveg.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptafulltrúi Almannavarna, sagði við RÚV í morgun að allar breytur verði settar inn í hraunflæðilíkön sem reikna má með að liggi fyrir með morgninum.

Segir Hjördís ekki ólíklegt að hraunið fari yfir Grindavíkurveg og það sé eitthvað sem fólk þekkir vel. Það sé ekki jafn mikið vandamál og áður.

Ný gossprunga opnaðist í nótt við norðurenda fyrri sprungunnar og er virknin langmest í nyrðri hlutanum, skammt frá Stóra-Skógfelli.

Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði við RÚV í morgun að þetta gos væri frábrugðið öðrum vegna þess hversu norðarlega virknin er. Aflögun haldi áfram norðan við nýju sprunguna og það gæti bent til þess að kvika sé að finna sér leið í jarðskorpunni.

Grindavík er ekki í hættu og ekkert hraunflæði á leið þangað en hraunið rennur nú í átt að Litla-Skógfelli, framhjá Stóra-Skógfelli og til austurs og norður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt