fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2024
Fréttir

Inga ósátt við Bjarna eftir viðtalið hjá Sölva – „Reyndi að skola af sér alla ábyrgð“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, er hissa á Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, eftir viðtal sem hann fór í á dögunum við fjölmiðlamanninn Sölva Tryggvason.

Í viðtalinu var farið um víðan völl og komu útlendingamál meðal annars til umræðu. Bjarni sagði að kostnaður ríkisins við útlendingamál væri hrein sturlun og eitthvað verði að gera til að stemma stigu við því. Inga kveðst í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag vera sammála Bjarna hvað þetta varðar en það var annað sem vakti athygli hennar.

„Lýsir yfir vanhæfni sinni“

„Það sem kem­ur hins veg­ar á óvart er að for­sæt­is­ráðherra skuli lýsa yfir van­hæfni sinni til að koma í veg fyr­ir að mál­in þróuðust í þá átt sem raun ber vitni. Í viðtal­inu reyndi Bjarni að skola af sér alla ábyrgð með því að segja:

„Ég spurði margoft spurn­inga og dóms­málaráðherra fór ít­rekað með mál inn í þingið sem enduðu bara í málþófi og menn voru út­hrópaðir fyr­ir að sýna mann­vonsku. Það er fyrst núna á und­an­förn­um tveim­ur árum sem hef­ur verið hægt að ná ein­hverj­um breyt­ing­um í gegn­um þingið og stjórn­mál­in al­mennt eru að vakna um að þessi þróun get­ur ekki gengið.“

„Það er ekki hægt að réttlæta þetta lengur gagnvart skattgreiðendum“

Inga vill meina að Bjarni sé að firra sig ábyrgð með ómaklegum hætti.

„Það sæt­ir furðu að formaður stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins og þess flokks sem ber lang­mesta ábyrgð á þeirri þróun sem átt hef­ur sér stað, skuli virða völd sín og ábyrgð að engu þar sem hann seg­ir „al­gjör­lega óá­sætt­an­lega“ þróun hafa orðið í út­lend­inga­mál­um.“

Keppast við að afneita sjálfum sér

Inga segir að Sjálfstæðisflokkurinn, með aðstoð samstarfsflokka sinna, hafi stuðlað að fjölda róttækra breytinga á útlendingalöggjöfinni undanfarin þrjú kjörtímabil. Bendir hún á að með löggjöf sem lögfest var sumarið 2017 hafi verið innleiddar sérreglur sem gerðu það að verkum að Ísland varð eitt eftirsóknarverðasta land í Evrópu fyrir hælisleitendur.

„Nú kepp­ast full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins við að af­neita sjálf­um sér og eig­in ábyrgð á lög­gjöf­inni í þeirri veiku von að kjós­end­ur verði bún­ir að gleyma. Enn og aft­ur kepp­ast ráðherr­ar við að firra sig ábyrgð. Við erum flest kom­in með upp í kok af yfir­klóri og bulli.“

Inga segir að þegar allt er komið í skrúfuna og af veikum mætti eigi að freista þess að vinda ofan af ruglinu þá standi samstarfsflokkurinn VG í vegi fyrir því.

„Það er aumk­un­ar­vert að horfa upp á hvernig valda­græðgi ör­fárra er tek­in fram yfir vel­ferð sam­fé­lags­ins í heild sinni. Hvernig verk­laus rík­is­stjórn sér ekki sóma sinn í því að pakka sam­an og pilla sig.“

Inga lætur ríkisstjórnina heyra það og líst ekki á blikuna.

„Enda­laus töf og sam­stöðuleysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í breyt­ing­um á lög­gjöf­inni um út­lend­inga hef­ur kostað al­menn­ing tugi millj­arða króna ár­lega. Til að bíta haus­inn af skömm­inni sitj­um við í umboði rík­is­stjórn­ar­inn­ar uppi með stór­hættu­lega marg­dæmda glæpa­menn sem ekki er hægt að vísa úr landi þar sem þeir hafa hlotið hér alþjóðlega vernd. Sérregl­ur þær sem áður eru nefnd­ar tryggja þeim þann rétt. Og eng­inn axl­ar ábyrgð frek­ar en fyrri dag­inn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Máttu neita barni um skólaakstur

Máttu neita barni um skólaakstur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stórtónleikum í Hörpu aflýst

Stórtónleikum í Hörpu aflýst
Fréttir
Í gær

Knútur ákærður aftur fyrir stórfelld skattsvik – Sambýliskona skráð eigandi fyrirtækisins

Knútur ákærður aftur fyrir stórfelld skattsvik – Sambýliskona skráð eigandi fyrirtækisins
Fréttir
Í gær

Vafasöm dómgæsla í keppninni Sterkasti maður jarðar – „Ég tel að Hafþór hafi verið rændur í þessari grein“

Vafasöm dómgæsla í keppninni Sterkasti maður jarðar – „Ég tel að Hafþór hafi verið rændur í þessari grein“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt slys við Hálslón – Úrskurðaður látinn á vettvangi

Alvarlegt slys við Hálslón – Úrskurðaður látinn á vettvangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt brot komið fyrir dóm – Lagði bílnum á óþekktum stað í Kópavogi

Óhugnanlegt brot komið fyrir dóm – Lagði bílnum á óþekktum stað í Kópavogi