fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ekki fjölskyldutengsl milli grunaða og hjónanna á Neskaupstað

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 19:01

Neskaupstadur Mynd: austurland.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldri hjón fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. Um þrjúleytið var karlmaður handtekinn eftir mikinn viðbúnað lögreglu við Snorrabraut í Reykjavík.

Maðurinn tengist hjónunum ekki fjölskylduböndum, það staðfestir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi við Vísi. 

Sjá einnig: Eldri hjón fundust látin í heimahúsi á Norðfirði – Einn handtekinn vegna málsins í Reykjavík

Karlmaðurinn liggur einn undir grun í málinu, enn á eftir að yfirheyra hann, en Kristján segir sterkar vísbendingar benda til þess að hann tengist málinu. Tengsl mannsins við hjónin er eitt af því sem sé til rannsóknar.

Lögreglan fékk tilkynningu frá íbúum sem voru farnir að undra sig á hjónunum.  „Við fáum tilkynningu rétt um klukkan hálf eitt í dag og í kjölfarið berast ábendingar um hver kunni að hafa verið að verki.“

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að í dag kl. 12:35 barst lögreglu tilkynning um tvo einstaklinga látna í heimahúsi í Neskaupstað. Um íbúa í húsinu var að ræða, hjón á áttræðisaldri. Aðstæður á vettvangi bentu til saknæms athæfis.

Grunur beindist að einstaklingi sem síðar, eða um klukkan 14 í dag, var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar máls. Gert er ráð fyrir að gæsluvarðhalds verði krafist.

Vettvangsrannsókn stendur yfir og nýtur lögreglan þar aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og réttarmeinafræðings.

Við eftirgrennslan og handtöku grunaðs naut lögreglan á Austurlandi aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesjum, auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Aðstoð var og veitt í kjölfar atburðar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við