fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Dóri DNA búinn að gefast upp: Tók klukkutíma að komast frá Skerjafirði í Kópavog

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 13:00

Dóri DNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, virðist vera búinn að gefast upp á umferðarþunganum á höfuðborgarsvæðinu.

„Umferðin í gær hefur neytt mig til þess að taka strætó/hopp hjól framvegis. Never again. Klukkutíma að komast frá Skerjafirði í Kópavog,“ sagði Dóri á samfélagsmiðlinum X.

Ef marka má færslu hans hefur hann litla trú á að samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins komi til með að laga eitthvað í þessum efnum en markmið sáttmálans er meðal annars að minnka tafir.

Dóri segir að þetta sé eitthvað sem ekki er hægt að laga.

„Hvergi í heiminum hefur umferðarvandi lagast, nema hjá þeim sem gefast upp á að nota bíla og verða blautir og kaldir að eilífu,“ segir hann og bætir við að umferð sé ekki eins og lagnakerfi sem hægt er að laga.

„Virkar ekki þannig, því í hverjum bíl er ökumaður að taka asnalegar ákvarðanir. Umferðin í Reykjavík verður ekki löguð með ljósastýringu eða aðreinum eða með því að setja göngubrýr. Þetta er nýja normið og það suckar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“