Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi á Norðfirði. Tveir hafa verið úrskurðaðir látnir. Einn verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Ekki er grunur um að fleiri tengist málinu.
Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu segir í tilkynningu frá lögreglu.
RÚV greinir frá að eldri hjón hafi fundist látin í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. Ekki hefur fengist staðfest hvernig andlát þeirra bar að, en samkvæmt heimildum fréttastofu tók maður bíl hjónanna í nótt.
Viðbúnaður var á Snorrabraut í Reykjavík, en lögregla lokaði umferð við Eiríksgötu á þriðja tímanum og stýrði aðgengi á svæðinu. Einn var handtekinn samkvæmt heimildum fréttastofu.
Hluti Strandgötu, sem liggur í gegnum Neskaupstað meðfram sjónum, var lokaður frá því upp úr klukkan eitt í dag. Þar hefur verið mikil aðgerð í gangi með fimm lögreglubílum og sjúkrabíl eins og segir á vef Austurfrétt.
Hefurðu einhverjar frekari upplýsingar um málið? DV tekur við ábendingum á ritstjorn@dv.is. Fullum trúnaði heitið.