fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Tekjudagar DV: Quang Le yfir meðallaunum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú stór sakamál sem tengjast mansali og fíkniefnainnflutningi hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna mánuði.

Athyglisverðasta málið tengist víetnamska athafnamanninum Quang Le, sem heitir í dag Davíð Viðarsson, en hann er grunaður um um­fangs­mik­il man­sals­brot, pen­ingaþvætti, brot á at­vinnu­rétt­ind­um út­lend­inga og skipu­lagða brot­a­starf­semi í tengslum við rekstur ræstinga- og veitingaveldis síns en þar komu við sögu fyrirtækið Vy-þrif og veitingakeðjurnar Pho vietnamese og Wok On.

Málið velkist nú um í réttarkerfinu en búast má við umfangsmiklum réttarhöldum.

Quang Le, sem á einnig fjölda fasteigna, skammtaði sér mánaðarlaun yfir meðallaunum á árið 2023 en uppgefin mánaðarlaun hans voru 1.119.020 krónur á mánuði.

Samkvæmt frétt Hagstofunnar í maí síðastliðnum voru reglulegar mánaðartekjur Íslendinga 724 þúsund krónur á síðastliðinu ári.

Yfirmaðurinn hafði hærri laun en hægri höndin

Það sama gilti um tvo meinta höfuðpaura í stóru fíkniefnamáli sem þingfest var fyrir rúmri viku í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar eru 18 einstaklingar, 13 karlar og 5 konur, ákærð fyrir ýmis brot, meðal annars stórfelld fíkniefnabrot, skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti.

Meintir höfuðpaurar í málinu eru þeir Jón Ingi Sveinsson og hans hægri hönd Pétur Þór Elíasson en þeir eru sagðir hafa stýrt starfseminni eins og um fyrirtæki væri að ræða og meðal annars útdeilt sumarfríum á sitt fólk. Þar sem Jón Ingi er sagður hafa verið einskonar forstjóri starfseminnar er kannski eðlilegt að hann var með hærri tekjur á síðasta ári en Pétur Þór. Alls var Jóni Ingi með 1084.979 krónur á mánuði í fyrra en Pétur Þór var með 839.627 krónur.

Þriðja sakamálið eru réttarhöldin yfir Pétri Jökli Jónassyni sem sagður er vera fimmti sakborningurinn, og jafnvel höfuðpaurinn, í tilraun til að smygla til landsins rétt tæplega 100 kg af kókaíni árið 2022. Efnin voru falin í trjádrumbum sem fluttir voru frá Brasilíu til Íslands með viðkomu í Rotterdam í Hollandi. Lögregluyfirvöld höfðu veður af smyglinu og lögreglumenn í Rotterdam skiptu út efnunum fyrir gerviefni.

Fjórir einstaklingar hafa þegar fengið þunga dóma í málinu og nú hafa staðið yfir réttarhöld gagnvart Pétri Jökli. Uppgefin mánaðarlaun hans hæfðu þó ekki meintri „forstjórastöðu“ hans en þau numu aðeins 375.268 krónum á síðasta ári.

Athugið: Fyrri tölur voru uppfærðar vegna smávægilegrar skekkju í útreikningunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári