fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Fréttir

Segir magnskerðingu „lauma inn hækkunum á vöruverði án þess að það komi neins staðar fram“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Því miður er þetta ekki nýtt af nálinni, þetta er gömul aðferð til að hækka vöruverð. Frægasta dæmið er líklega frá 2016 þegar Toblerone jók bilið á milli toppana hjá sér, sem kallaði á almenna reiði og fyrirtækið bakkaði með það. En þá minnkaði þyngdin um 10% en verðið hélst það sama.“

segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun um magnskerðingu.

Magnskerðing (e. Shrinkflation) er þegar magn breytist, minnkar, en neytendur eru ekki látnir vita, en verð vörunnar helst eða jafnvel hækkar.  Tekið er dæmi um pakkningu þar sem áður voru 10 einingar, en í dag eru þær níu, og bjórinn er 0,4 líter í stað 0,5 áður. 

Sjá frétt á vef Neytendasamtakanna: Neytendur upplýstir um vöruskerðingu- ný lög í Frakklandi

Ekki ólögleg aðgerð

Aðspurður segir Breki svona aðgerð ekki ólöglega. „En við höfum lengi kallað eftir því að ef magn er minnkað þá verði neytendur sérstaklega varaðir við. Í sumar gengu í gildi lög í Frakklandi að stórar verslanir verði að merkja með skýrum og greinanlegum hætti ef magn hefur verið skert á vöru. Við sendum öllum stóru verslununum hér á Íslandi hvatningu þess efnis að þeir geri þetta og láti okkur vita. Þetta er sjálfsögð kurteisi; að þessi nammipoki sem áður var 200 gr sé núna orðinn 180 gr með stórum stöfum. Og þá getur fólk tekið upplýsta ákvörðun um það.“

Breki segir slíkar merkingar á ábyrgð verslana ekki framleiðenda, í Frakklandi hafi það verið talið of dýrt ef merkja ætti hverja einingu fyrir sig. Þessi merking í verslunum verði að vera í tvo mánuði sýnileg neytendum eftir að breyting hefur átt sér stað.

„Þetta sýnir neytendum hvaða vörur er verið að skerða og hefur líka letjandi áhrif á framleiðendur og innflytjendur að minnka magn á laumulegan hátt eins og gert hefur verið.“

„Af hverju má þetta bara?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir þáttastjórnandi spyr af hverju þetta megi bara, eins og að taka pylsupakka með tíu pylsum í og hafa þær framvegis níu. Breki rifjar þá upp þegar keyptur var pylsupakki með tíu pylsum, en pylsubrauðin voru fjögur í pakkningu. 

„Seljendum er í frjálst vald sett í hvaða magni þeir selja vörurnar. Þeir virðast lauma framhjá meðvitund neytenda og þess vegna viljum við að seljendur taki höndum saman með okkur neytendum og verslanirnar merki þetta sérstaklega þegar þetta á sér stað. Við áttum samtal við Hagstofuna fyrir nokkrum árum síðan þegar þetta var í umræðunni og skrifuðum um það stóra grein í júníhefti Neytendablaðsins. Hagstofan er ekkert að mæla þetta. Það er í raun og veru verið að lauma inn hækkunum á vöruverði án þess að það komi neins staðar fram. Þess vegna viljum við að verslanir taki höndum saman með neytendum og dragi fram hvaða framleiðendur það eru sem eru að leika þennan hráskinnaleik.“

Dæmi hafa verið um að neytendur kaupi vöru sem á að innihalda ákveðið magn, sem reynist síðan minna þegar einstaklingur vigtar vöruna heima hjá sér.

„Það eru hrein og klár vörusvik, mælieining verður að vera rétt, að þú fáir rétt magn. Og lendi fólk í slíku er um að gera að kvarta yfir því, fá það bætt og vekja verulega athygli á því. Það hefur líka komið upp á vigtir séu ekki réttar heima hjá fólki. Þannig að ég bið fólk um að doubletékka allavega áður en það fer að blása þetta út á samfélagsmiðlum. En um að gera að láta vita ef fyrirtæki verða vís að þessu af því það eru hrein og klár svik.“

Aðspurður um hvort þurfi lagabreytingu til hérlendis segir Breki frönsku lögin nýtilkomin, en þau gengu í gildi í júlí. „Ég vonast til að við fáum gott veður hjá verslunum og munum taka ákvörðun eftir það. En ég trúi ekki öðru en við náum að taka höndum saman og vekja athygli á þeim sem eru að leika þennan leik.“

Segir hann lagabreytingar óþarfar ef hægt er að ná saman um hlutina. 

Fagnar innkomu Prís á markaðinn

„Frábært að fá samkeppni á öllum sviðum. Hingað til hefur verið verulegur möguleiki á að lækka verð, þarna sjáum við verð sem við höfum ekki séð í öðrum verslunum. Frábært að fá samkeppni inn á markaðinn,“ segir Breki um innkomu Prís á verslunarmarkaðinn. Segir hann aðspurður framtíðina þurfa að skera úr um hvort matvöruverð þar muni haldast lágt

„Við vitum að það eru möguleikar til að gera betur í að lækka verð og ég vona að innkoma Prís muni gera það og hafa þannig líka áhrif á verðbólguna sem við þurfum nú aldeilis að taka í bakaríið.“

„Það er stór alvarlegt ef birgjar neita að veita þeim vörur sínar. Það er eitthvað sem Samkeppniseftirlitið verður að skoða og taka hart á ef satt er,“ segir Breki um fullyrðingar um að birgjar neiti að skipta við Prís.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hagkaup mátti njósna með eigin augum um ferðir verktaka á verkstað, en ekki vakta hann með öryggismyndavélum

Hagkaup mátti njósna með eigin augum um ferðir verktaka á verkstað, en ekki vakta hann með öryggismyndavélum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ásmundur vekur athygli á ótrúlegum árangri Elínborgar – „Er það ekk­ert mál fyr­ir litla þjóð að eign­ast heims­meist­ara?“

Ásmundur vekur athygli á ótrúlegum árangri Elínborgar – „Er það ekk­ert mál fyr­ir litla þjóð að eign­ast heims­meist­ara?“
Fréttir
Í gær

Tekjudagar DV: Þetta voru mánaðarlaun forsetaframbjóðenda – Tveir greiddu ekki skatt hérlendis

Tekjudagar DV: Þetta voru mánaðarlaun forsetaframbjóðenda – Tveir greiddu ekki skatt hérlendis
Fréttir
Í gær

Birgir ósáttur við að krossinn hafi verið fjarlægður – „Við erum krist­in þjóð og kross­inn er tákn kristninn­ar“

Birgir ósáttur við að krossinn hafi verið fjarlægður – „Við erum krist­in þjóð og kross­inn er tákn kristninn­ar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglurannsókn á lokastigi á sama tíma og Hagkaup boðar áfengissölu í Skeifunni

Lögreglurannsókn á lokastigi á sama tíma og Hagkaup boðar áfengissölu í Skeifunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Albana vera búna að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn – „Þessi heimur er að harðna og færast lengra út í myrkrið“

Segir Albana vera búna að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn – „Þessi heimur er að harðna og færast lengra út í myrkrið“