fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Fréttir

Óhugnanlegt brot komið fyrir dóm – Lagði bílnum á óþekktum stað í Kópavogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var þingfest mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem varðar kynferðisbrot í bíl í Kópavogi. Þinghald í málinu er lokað þar sem það er mjög viðkvæmt.

Meint brot átti sér stað mánudaginn 18. júlí árið 2022. Maður er sakaður um að hafa brotið gegn konu í bíl sem lagt var á óþekktum stað í Kópavogi. Er hann ákærður fyrir nauðgun og brot gegn kynferðislegri friðhelgi með því að hafa haft samræði við konuna án hennar samþykkis, þar sem hún lá sofandi eða meðvitundarlítil í aftursæti bílsins, og þannig notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna vímuáhrifa og svefndrunga.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa tekið brotið upp og útbúið myndskeið af samræðinu.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um greiðslu skaðabóta upp á 3,5 milljónir króna.

Búast má við að réttað verði í málinu og dómur kveðinn upp í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hagkaup mátti njósna með eigin augum um ferðir verktaka á verkstað, en ekki vakta hann með öryggismyndavélum

Hagkaup mátti njósna með eigin augum um ferðir verktaka á verkstað, en ekki vakta hann með öryggismyndavélum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ásmundur vekur athygli á ótrúlegum árangri Elínborgar – „Er það ekk­ert mál fyr­ir litla þjóð að eign­ast heims­meist­ara?“

Ásmundur vekur athygli á ótrúlegum árangri Elínborgar – „Er það ekk­ert mál fyr­ir litla þjóð að eign­ast heims­meist­ara?“
Fréttir
Í gær

Tekjudagar DV: Þetta voru mánaðarlaun forsetaframbjóðenda – Tveir greiddu ekki skatt hérlendis

Tekjudagar DV: Þetta voru mánaðarlaun forsetaframbjóðenda – Tveir greiddu ekki skatt hérlendis
Fréttir
Í gær

Birgir ósáttur við að krossinn hafi verið fjarlægður – „Við erum krist­in þjóð og kross­inn er tákn kristninn­ar“

Birgir ósáttur við að krossinn hafi verið fjarlægður – „Við erum krist­in þjóð og kross­inn er tákn kristninn­ar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglurannsókn á lokastigi á sama tíma og Hagkaup boðar áfengissölu í Skeifunni

Lögreglurannsókn á lokastigi á sama tíma og Hagkaup boðar áfengissölu í Skeifunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Albana vera búna að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn – „Þessi heimur er að harðna og færast lengra út í myrkrið“

Segir Albana vera búna að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn – „Þessi heimur er að harðna og færast lengra út í myrkrið“