fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Tekjudagar DV: Þetta eru topparnir í viðskiptalífinu með í laun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. ágúst 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gefur vel í aðra hönd að stýra stóru fyrirtæki eins og upplýsingar úr álagningarskrá ríkisskattstjóra fyrir árið 2023 sýnir. DV kannaði laun forstjóra nokkurra helstu fyrirtækja landsins og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós.

Um er að ræða alls 55 stjórnendur og launahæstur þeirra í fyrra var Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason með 13.232.082 krónur á mánuði. Hann er forstjóri SKEL, fjárfestingarfélags sem á meðal annars Orkuna og ráðandi hlut í fyrirtækjum eins og Lyfjaval og Heimkaup. Þá á félagið hlut í fasteignafélaginu Kaldalóni og fjármálafyrirtækinu Skagi svo eitthvað sé nefnt. Ásgeir er bróðir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem er utanríkisráðherra.

Næstur á blaði er Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, með 12.155.270 krónur á mánuði. Árni tók við starfinu síðla árs 2023 eftir að Árni Oddur Þórðarson lét af störfum. Árni var áður aðstoðarforstjóri fyrirtækisins og yfirmaður tekjusviða.

Í þriðja sætinu á listanum er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, en mánaðarlaun hans í fyrra námu 10.843.743 krónum. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, var með 10.629.433 krónur og Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Bláa lónsins var með 3.367.980 krónur. Mikið hefur mætt á stjórnendum Bláa lónsins í jarðhræringunum á Reykjanesskaganum síðustu mánuði.

Athygli er vakin á því að listinn er ekki tæmandi yfir stærstu fyrirtækin og kann vel að vera að aðrir sem ekki eru á listanum séu með hærri tekjur. Til að mynda fundust ekki upplýsingar um tekjur Róberts Wessman þar sem hann er skráður með lögheimili erlendis.  Ásgeir, Árni, Kári og Grímur eru þeir einu á lista DV sem voru með yfir 10 milljónir á mánuði í fyrra en aðrir höfðu það einnig býsna gott.

Eldur Ólafsson, forstjóri auðlindafyrirtækisins Amaraq, var með 8.918.365 krónur á mánuði í fyrra. Fyrirtækið hefur meðal annars einbeitt sér að gullvinnslu á Grænlandi með góðum árangri.

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, var með 8.674.683 krónur á mánuði í fyrra. Rannveig er öllum hnútum kunnug í Straumsvík enda hefur hún verið forstjóri fyrirtækisins frá árinu 1997.

Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heimar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var með 8.629.529 krónur á mánuði í fyrra. Heimar hétu áður Reginn en um er að ræða eitt stærsta fasteignafélag landsins. Halldór tók við starfinu í maí í fyrra.

Tekjuhæstu forstjórarnir:

  1. Ásgeir Helgi Gylfason Reykfjörð, forstjóri Skel, 13231.082 kr.
  2. Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, 12.155.270
  3. Kári Stefánsson, forstjóri Ísl. erfðagreiningar, 10.843.743
  4. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, 10.629.433
  5. Eldur Ólafsson, forstjóri Amaraq, 8.918.265
  6. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinton Alcan á Íslandi, 8.674.683
  7. Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heimar, 8.629.529
  8. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota, 7.438.351
  9. Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, 6.932.053
  10. Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, Forstjóri Varðar, 6.542.074
  11. Orri Hauksson, fyrrv. forstjóri Símans, 6.206.987
  12. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, 6.187.174
  13. Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, 5.744.879
  14. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, 5.592.706
  15. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, 5.591.519
  16. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, 5.538.256
  17. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, 5.497.743
  18. Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi, 5.464.747
  19. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, 5.283.616
  20. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, 5.206.379
  21. Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, 5.055.377
  22. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, 4.770.442
  23. Erna Gísladóttir, forstjóri BL, 4.697.601
  24. Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar, 6.645.081
  25. Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldur á Akureyri, 4.640.686
  26. Hörður Þórhallsson, forstjóri Icepharma, 4.627.366
  27. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eik, 4.473.197
  28. Ari Fenger, forstjóri 1912 og form. Viðskiptaráðs, 4.432.336
  29. Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa, 4.338.060
  30. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, 4.268.655
  31. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG-verktaka, 4.174.398
  32. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, 4.164.001
  33. Bjarni Ármannsson, forstjóri Icelandic Seafood, 4.162.783
  34. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, 4.103.731
  35. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, 4.101.633
  36. Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS trygginga, 4.056.100
  37. Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar, 4.039.360
  38. Margrét Björk Tryggvadóttir, forstjóri Nova, 3.842.792
  39. Birgir Jónsson, fyrrv.forstjóri Play, 3.823.444
  40. Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri Byko, 3.757.217
  41. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, 3.701.416
  42. Ármann Harri Þorvaldsson, aðstoðarforstjóri Kviku banka, 3.698.961
  43. Haraldur I. Þórðarson, forstjóri Fossa markaða hf., 3.586.874
  44. Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinney-Þinganes, 3.496.426
  45. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, 3.490.513
  46. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, 3.482.600
  47. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, 3.291.300
  48. María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans, 3.137.381
  49. Valgeir M. Baldursson, forstjóri Terra, 2.989.810
  50. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, 2.929.750
  51. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga og stjórnarform. Birtu lífeyrissjóðs, 2.658.570
  52. Edda Sif Pind Aradóttir, forstjóri Carbfix, 2.587.475
  53. Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, 2.138.600
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“