fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Fréttir

Segir að innrásinni í Kúrsk sé ætlað að raska jafnvæginu hjá rússnesku elítunni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. ágúst 2024 07:00

Úkraínskir hermenn í Kursk búnir að taka rússneska fánann niður. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innrás Úkraínumanna í rússneska héraðið Kúrsk er ætlað að sýna Vesturlöndum það að stigmögnun átaka við Rússland sé „ekkert sem þarf að hræðast“.

Þetta segir Igor Novikov, fyrrum ráðgjafi Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, í utanríkismálum. Hann segir að með innrásinni sé verið að bregðast við blekkingum Rússa og gefa Úkraínumönnum möguleika á að komast hjá ósigri með því að skipta úr „hakkavélar“ stríði yfir í aðra tegund stríðs.

Sky News segir að samkvæmt því sem Novikov segi, þá hafi það mikil sálfræðileg áhrif að senda úkraínska hermenn inn í Rússland. „Aðalmarkmiðið með þessu er að raska jafnvægi rússnesku elítunnar. Rússland er ekki einsleitt. Auðvitað er Pútín á toppnum en það eru margir mismunandi leikmenn í valdataflinu og þetta mun vonandi vekja suma þeirra til vitundar um að Pútín hefur gengið of langt.“
Hvað varðar rússneskan almenning þá sagði hann: „Nú er stríðið komið til hans. Þetta er áminning fyrir almenning um að hugsa og íhuga af alvöru hvað hann stendur fyrir og hvað ríkisstjórnin stendur fyrir.“

Hann sagði að í Úkraínu hafi innrásin gert „töfra“ fyrir móral landsmanna. Nú séu Rússar í vörn og það sé fólk ánægt með.

Hann sagði einnig að það sé ekki hægt að sigra Rússa í hefðbundnu stríði því þeir hafi yfir miklu fleiri mönnum og búnaði að ráða. Án stuðnings Vesturlanda þá myndi Úkraína tapa að lokum.  Með því að grípa til óhefðbundins hernaðar, eigi Úkraína möguleika á að komast hjá því að tapa stríðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður rotaður í miðbænum og lögregla elti mann á hlaupum

Maður rotaður í miðbænum og lögregla elti mann á hlaupum
Fréttir
Í gær

Tásumyndir frá Tene geta boðið hættunni heim

Tásumyndir frá Tene geta boðið hættunni heim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Icelandair finnur ekki farangurinn og veitir fá svör – „Mamma prjónaði fyrir þriggja ára dóttur og ófæddan son sem væri alveg hræðilegt að tapa“

Icelandair finnur ekki farangurinn og veitir fá svör – „Mamma prjónaði fyrir þriggja ára dóttur og ófæddan son sem væri alveg hræðilegt að tapa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérsveitin aðstoðaði lögreglu í Áslandi þegar maður neitaði að láta skotvopn af hendi

Sérsveitin aðstoðaði lögreglu í Áslandi þegar maður neitaði að láta skotvopn af hendi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjá fram á tvöföldun afborgana af láni eftir vaxtabreytingu – „Ég veit ekki alveg hvort ég og konan ráðum við þessa hækkun“

Sjá fram á tvöföldun afborgana af láni eftir vaxtabreytingu – „Ég veit ekki alveg hvort ég og konan ráðum við þessa hækkun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Róleg“ bresk amma dæmd í 15 mánaða fangelsi – Hvatti til þess á Facebook að moskur yrðu sprengdar í loft upp

„Róleg“ bresk amma dæmd í 15 mánaða fangelsi – Hvatti til þess á Facebook að moskur yrðu sprengdar í loft upp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigrún gæti misst fótinn eftir hræðilegt slys hjá Alcoa

Sigrún gæti misst fótinn eftir hræðilegt slys hjá Alcoa