fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Prís byrjar með látum: „Það er augljóst að fólk er að greiða atkvæði með samkeppninni“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 19. ágúst 2024 12:49

Gréta er hæst ánægð með viðtökurnar. Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum afskaplega þakklát fyrir viðbrögðin, það var röð fyrir utan í morgun þegar við opnuðum og vöruúrvalið er að falla vel í kramið hjá viðskiptavinum okkar“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri lágvöruverðsverslunarinnar Prís, í samtali við DV.

Prís opnaði dyrnar fyrir neytendum á laugardag og er óhætt að segja að verslunin hafi farið vel af stað. Fjölmargir hafa lagt leið sína í verslunina og var Gréta til dæmis að fylla á hillur þegar blaðamaður náði sambandi við hana rétt fyrir hádegi.

Gréta segir að viðbrögðin hafi ekki komið henni á óvart enda sé Prís að bjóða upp á lægstu verðin í dag. „Það er augljóst að fólk er að greiða atkvæði með samkeppninni,“ segir hún.

Mikið hefur verið rætt um hagstætt vöruverð í Prís á samfélagsmiðlum og segir Gréta að lágu verðin séu komin til að vera. „Að sjálfsögðu.“

Hvort hún hafi orðið vör við að samkeppnisaðilar séu farnir að lækka verð á móti segir Gréta að eflaust sé eitthvað um það. „Við fylgjumst grannt með og þeir eru ekki orðnir ódýrari en við.“

Prís er staðsett á Smáratorgi 3 í turninum og er gengið inn á annarri hæð á móti Smárabíói. Fyrst um sinn verður Prís með þessa einu verslun og segir Gréta að það velti á því hvernig gengur hvort opnaðar verði fleiri verslanir. Engin ákvörðun hafi verið tekin þar að lútandi.

Athygli vakti á dögunum þegar Gréta lýsti því yfir að miklar aðgangshindranir væru á markaðnum sem kæmi í veg fyrir samkeppni. Sagði hún í Dagmálum á mbl.is að heildsalar og framleiðendur bjóði stærstu matvörukeðjum landsins svo mikinn afslátt að myndi frekar borga sig fyrir hennar fyrirtæki að versla við Bónus eða Krónuna frekar en að kaupa beint af þeim.

Aðspurð hvort hún hafi fengið mikil viðbrögð segir hún að ákveðnir birgjar hafi haft samband og lýst því yfir að þeir væru tilbúnir að vinna með Prís. „En það eru ennþá mjög stórir aðilar sem eru ekki að veita okkur samkeppnishæf verð. Þetta eru frekar minni birgjar sem eru að koma vörunum sínum á framfæri, þeir eru tilbúnir að starfa með okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu