fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Tekjudagar DV: Þetta voru mánaðarlaun forsetaframbjóðenda – Tveir greiddu ekki skatt hérlendis

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 19. ágúst 2024 09:22

Fjárhagur forsetaframbjóðanda er mjög misjafn eins og framboðin sjálf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var tekjuhæst af forsetaframbjóðendunum með 2.815.586 krónur á mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í álagningarskrám Ríkisskattstjóra, sem opnaðar voru í morgun. Katrín hafnaði í öðru sæti í kosningunum.

Hafa ber í huga að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hafði tekjur erlendis frá í fyrra og greiddi því ekki tekjuskatt hér á landi. Það breytist í ár því að laun forseta Íslands eru 3.957.185 krónur.

Einn annar forsetaframbjóðandi, Ástþór Magnússon Wiium, greiddi ekki tekjuskatt hér á landi og kemur því ekki fram í álagningarskrám.

Næst launahæsti forsetaframbjóðandinn var Baldur Þórhallsson háskólaprófessor með 1.453.139 krónur en hann hafnaði í fimmta sæti í kosningunum.

Ríkisforstjórar maka krókinn

Ekki langt á eftir koma tveir forstjórar ríkisstofnana. Það er Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, með 1.369.026 krónur og Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, með 1.329.607 krónur. Sú síðarnefnda hafnaði í þriðja sæti í kosningunum.

Einn annar forsetaframbjóðandi var með meira en eina milljón í mánaðarlaun. Það var Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður, sem var með 1.038.436 krónur.

Næst á lista yfir tekjuhæstu forsetaframbjóðendurna kemur leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Hún var með 996.641 krónu í mánaðartekjur í fyrra.

Jón Gnarr á botninum

Nokkuð mikið bil er yfir í þann næsta, lögmanninn Arnar Þór Jónsson, sem var með 609.249 krónur.

Einnig er nokkuð mikið bil yfir í næsta frambjóðanda. Fyrirsætuna Ásdísi Rán Gunnarsdóttur sem hafði 325.392 krónur í mánaðartekjur í fyrra. Litlu meira en Viktor Traustason sem var með 302.943 krónur.

Neðstur á listanum er leikarinn og rithöfundurinn Jón Gnarr. Hann var með 145.372 króna mánaðartekjur í fyrra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin