fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Birgir ósáttur við að krossinn hafi verið fjarlægður – „Við erum krist­in þjóð og kross­inn er tákn kristninn­ar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. ágúst 2024 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Þórarinsson, guðfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er afar óhress með að krossinn úr einkennismerki Kirkjugarða Reykjavíkur hafi verið fjarlægður. Verst þykir honum þó að hinn nýkjörni biskup skuli leggja blessun sína yfir málið.

Birgir skrifar um málið í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Nú er sótt að kirkju­görðum lands­ins, helg­um kristn­um gra­freit­um þjóðar­inn­ar í þúsund ár. Kross­inn skal víkja úr merki Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn í und­ar­legu viðtali í sjón­varps­frétt­um RÚV. Í staðinn skal setja lauf­blað, sem minn­ir þá helst á garðyrkju­stöð.“

Hver var að velta þessu fyrir sér?

Birgir veltir fyrir sér hver hafi beðið um þennan gjörning. Ljóst sé að ekki hafi verið uppi almennur vilji eða krafa borgarbúa um að fjarlægja skyldi krossinn, enginn undirskriftarlisti hafi gengið eða mótmæli farið fram.

„Ég veit satt best að segja ekki um neinn sem hef­ur verið að velta þessu fyr­ir sér eða misst svefn yfir kross­in­um í merk­inu. Verst þykir mér þó að okk­ar ný­kjörni bisk­up skuli leggja bless­un sína yfir málið.“

Birgir segir að ef kirkjan ætl­ar að viðhalda sinni und­an­láts­semi og elt­ast við „svo­kallaðan tíðaranda“ megi benda á að það get­i varla tal­ist tíðarandi þegar eng­inn er að velta fyr­ir sér merki Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur.

„Kannski full­trúi Siðmennt­ar í stjórn kirkju­g­arðanna hafi beitt sér fyr­ir að kross­inn skyldi fjar­lægður. All­ir vita hvar Siðmennt stend­ur gagn­vart kirkj­unni og krist­inni trú. Eft­ir stutta rann­sókn­ar­vinnu komst ég að því að á aðal­fundi Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæma í maí sl. var ákveðið að kross­inn skyldi víkja. Ekk­ert stór­mál í aug­um fund­ar­manna enda málið hespað af í lok fund­ar und­ir liðnum „önn­ur mál“. Í fund­ar­gerð seg­ir: „Kirkju­g­arðarn­ir eru að þró­ast úr því að vera al­gjör­lega form­fast­ir út í að vera multicultural og multifunctional garðar.“ Stjórn­in er orðinn svo fjöl­menn­ing­ar­lega sinnuð að hún get­ur ekki einu sinni tjáð sig á ís­lensku,“ segir Birgir ómyrkur í máli.

Krossinn er tákn kristninnar og við erum kristin þjóð

Hann vísar svo aftur í fundargerðina þar sem segir að „að merkið hafi verið sýnt í nokkr­um útfærslum og að merk­ingu í kirkju­görðunum sé ábóta­vant“. Segir Birgir að stjórnina hafi langað að uppfæra þær svo fólk sé „boðið velkomið í garðana“.

„Ekki veit ég til þess að al­menn­ing­ur hafi ekki verið vel­kom­inn í kirkju­g­arðana, ef svo væri þá er það saga til næsta bæj­ar. Þetta er hug­ar­burður stjórn­ar. Kannski stjórn­inni hafi þótt kross­inn í merk­inu frá­hrind­andi. Lít­ur stjórn­in ef til vill svo á að hann sé orðinn tákn um það að fólk sé yf­ir­höfuð ekki vel­komið? Varla er hægt að skilja þetta á ann­an veg þótt fjar­stæðukennt sé.“

Birgir segir ekkert óeðlilegt við það að á stærri stöðum sé pláss innan marka grafreits fyrir aðra en kristna.

Það er eðli­legt og þannig er það og hef­ur verið al­veg stór­meina­laust hingað til. Það er hins veg­ar mik­ill minni­hluti gra­freita og rétt­læt­ir ekki að fjar­læga þurfi kross­inn úr merk­inu. Eig­um við kannski von á því að kross­in­um verði skipt út á kirkj­um lands­ins fyr­ir lauf­blað, svo þeir sem ekki eru kristn­ir geti einnig átt þar at­hvarf?“

Bendir hann á að í Gufuneskirkjugarði sé sérstakur grafreitur fyrir múslima, þá sem eru bahá’í-trúar og ásatrúar auk þess sem þar er óvígður grafreitur. Ekki sé annað vitað en að grafarró ríki í Gufuneskirkjugarði.

„Í lok­in má svo minna fram­kvæmda­stjór­ann og stjórn Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur á að við erum krist­in þjóð og kross­inn er tákn kristn­inn­ar,“ segir Birgir að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!