fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Sjá fram á tvöföldun afborgana af láni eftir vaxtabreytingu – „Ég veit ekki alveg hvort ég og konan ráðum við þessa hækkun“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 16. ágúst 2024 12:00

Ákvörðunin er erfið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur maður sér fram á að afborganir af heimili fjölskyldunnar tvöfaldist þegar bankinn breytir vöxtum á húsnæði þeirra. Afborganirnar eru núna 126 þúsund krónur á mánuði en verða 247 þúsund eftir breytingu.

Maðurinn greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Reddit og spyr ráða. Miklar umræður hafa spunnist um færsluna og ýmis ráð gefin.

Greinir maðurinn frá því að vextirnir af húsnæðisláninu, sem hafa verið fastir í 4,4 prósentum, hækki brátt í 10,75. Þetta er hækkun upp á 121 þúsund krónur. Einnig er fjölskyldan með minna lán á breytilegum vöxtum sem hefur afborganir upp á 124 þúsund. Skuldirnar nema 40,6 milljón krónum af húsnæði með fasteignamat upp á 76 milljónir.

Þýðir þetta að eftir breytinguna hækka afborganirnar úr 250 þúsund krónum í 371 þúsund.

„Ég veit ekki alveg hvort ég og konan ráðum við þessa hækkun þannig að fari ekki illa ef mikið bjátar á..einhverjar ráðleggingar?“ spyr maðurinn. „Við erum ekkert sérstaklega spennt fyrir því að fara í verðtryggt og tapa því sem við höfum greitt niður af stærra láninu (setjum bæði séreignina inn á höfuðstólinn). Eina svona sem ég gæti ímyndað mér eins og er væri að setja minna lánið yfir í verðtryggt í smá tíma á meðan allt er í fokki á skerinu, eins og virðist alltaf vera…“

Segir hann að hugsunin um að flytja til útlanda sé sífellt að koma upp í hugann.

Ólíklegt að sjá aftur 4 prósenta vexti

Á stuttum tíma hafa spunnist miklar umræður um málið, enda mál sem margir geta tengt við.

„Í dag er almennt mælt með því að fara bara í verðtryggt lán, reyna að hafa það í eins stuttan tíma og þú ræður við, borga inn á það eins og þú getur og endurfjármagna svo bara þegar hlutirnir hafa lagast eitthvað,“ segir einn netverji. Telur hann þó ólíklegt að við sjáum 4 prósenta vexti aftur í bráð. „Annað hvort ertu með háar afborganir eða lánið hækkar í takt við verðbólgu. Þú þarft bara að velja,“ segir hann.

Engin eignamyndun

Annar nefnir að verðtryggt lán í langan tíma sé ekki sami dauðadómur og af er látið. Það er vegna þess að fasteignaverð hækki líka.

„Þegar skammtímasveiflurnar eru teknar út úr dæminu (verðbólga og fasteignaverðshækkanir eru þvers og kruss til skamms tíma) er það ekki verðtryggingin sem verður til þess að fólk eignast ekkert eða að eignir rýrna, heldur er ástæðan sú að þeir sem eru að lágmarka afborgunina eru að taka 40 ára jafngreiðslulán. Þau fela í sér, hvort sem þau eru verðtryggð eður ei og hver sem verðbólgan er, að það er engin eignamyndun, heldur er einungis verið að greiða vextina,“ segir hann.

Panta fund með þjónustufulltrúa

Enn annar segist vera í sömu stöðu. Ætli þó að bíða eftir næstu stýrivaxtaákvörðun, þann 21. ágúst, og taka stöðuna eftir það.

„Getur alltaf endurfjármagnað í verðtryggt ef eitthvað bjátar á, líka hægt að taka blandað með verðtryggðu og óverðtryggðu. Þá minnkar afborgun einnig. Getur fest vexti í 3 eða 5 ár og borgað lánið niður með lægri mánaðarlegum afborgunum en þau eru núna á óverðtryggðum,“ segir hann. „Mæli með að þú bókir fund með þjónustufulltrúa í bankanum þínum til að fara yfir valmöguleikana.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“