fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024
Fréttir

Ofbeldispabbanum í Reykjanesbæ vísað úr landi og bannað að snúa aftur í 10 ár

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. ágúst 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmanni, sem kom til landsins sem hælisleitandi árið 2017, verður brátt vísað úr landi og meinað að snúa hingað aftur næstu 10 árin. Landsréttur hefur fallist á að manninum verði haldið í gæsluvarðhaldi þar til brottvísun fer fram, en hann þykir ógna allsherjarreglu og almannahagsmunum. Áður hafði maðurinn fengið alþjóðlega vernd og tímabundið dvalarleyfi á landinu en þar sem hann hefur verið dæmdur hér á landi fyrir hrottalegt ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og dætrum þeirra fjórum, var tekin ákvörðun um að afturkalla vernd hans og synja honum um nýtt dvalarleyfi.

Mál mannsins og fjölskyldu hans vöktu mikla athygli árið 2022 þegar maðurinn og kona hans voru dæmd fyrir mikið og langvarandi ofbeldi gegn fjórum dætrum þeirra og maðurinn að auki fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni. Maðurinn beitti dætur sínar í refsingarskyni ítrekuðu líkamlegu ofbeldi. Hann barði þær með beltissylgju, skóm, flötum lófa, herðatré og leikfangapíanói svo dæmi séu tekin. Þegar stúlkurnar grétu undan ofbeldinu hélt hann ofbeldinu áfram þar til þær hættu að gráta.

Fjölskyldan flúði heimaland sitt þar sem þau þurfti að sæta ofsóknum vegna samkynhneigðar mannsins. Meðal annars hafi ættingjar brennt hús þeirra til grunna í febrúar árið 2016 og hótað að ræna dætrum þeirra. Maðurinn kom hingað fyrstur árið 2017 og eiginkona hans og dætur komu hingað í kjölfarið og hlutu vernd á grundvelli fjölskyldusameiningar.

Sjá einnig: Heimili óttans – Hjón í Reykjanesbæ dæmd fyrir áralangar misþyrmingar gegn börnum sínum

Sumarið 2020 hafði íþróttaþjálfari í Reykjanesbæ samband við barnavernd og lýsti áhyggjum af velferð stúlknanna. Ein þeirra hafði sagt honum að faðir hennar myndi berja hana þegar hún kæmi heim eftir æfingu. Rannsókn barnaverndar leiddi til að stúlkurnar voru vistaðar utan heimilis og var málið kært til lögreglu.

Maðurinn hlaut svo aftur dóm í febrúar 2023 fyrir brot í nánu sambandi eftir að hann hringdi ítrekað úr fangelsinu á Litla-Hrauni í eina dóttur sína og viðhafði í símtölum andlegt ofbeldi, hótanir, stórfelldar ærumeiðingar auk þess sem hann smánaði og vanvirti hana. Árinu áður hafði hann verið dæmdur fyrir brot gegn nálgunarbanni og umsáturseinelti.

Sjá einnig: Ofbeldispabbinn í Reykjanesbæ hélt brotum sínum áfram þrátt fyrir að vera í fangelsi

Útlendingastofnun ákvað í apríl að afturkalla alþjóðlega vernd hans og synja um dvalarleyfi. Þá var tekin ákvörðun um brottvísun frá landinu og manninum gert að sæta endurkomubanni til 10 ára. Maðurinn kærði ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar. Hann lauk afplánun á refsingum sínum í júli og var þá strax handtekinn, enda ólöglegur í landinu. Taldist hann hætta við almannaöryggi og allsherjarreglu og sérstaklega hættulegur þremur dætrum sínum. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Var talið að þar sem maðurinn hafi ekki tekið mark á nálgunarbanni, dómum eða öðru, heldur  haldið áfram að áreita fjölskyldu sína, þá væri gæsluvarðhald nauðsynlegt til að vernda dæturnar. Nálgunarbann er í gildi til 1. ágúst en í úrskurði Héraðsdóms um gæsluvarðhald kemur fram að vísa á manninum úr landi á næstu dögum. Landsréttur staðfesti svo gæsluvarðhaldið sem rennur út þann 22. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Paul Watson sleppur ekki í dag – Gæsluvarðhaldið í Nuuk framlengt

Paul Watson sleppur ekki í dag – Gæsluvarðhaldið í Nuuk framlengt
Fréttir
Í gær

Oddur Eysteinn safnar fyrir vörn gegn málsókn Samherja – Lögmenn hans geti ekki lengur unnið án þóknunar

Oddur Eysteinn safnar fyrir vörn gegn málsókn Samherja – Lögmenn hans geti ekki lengur unnið án þóknunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjóska Úlfgríms bjargaði Margréti úr eldsvoðanum í gær

Þrjóska Úlfgríms bjargaði Margréti úr eldsvoðanum í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsing fyrir 10 fermetra herbergi í Grafarvogi vekur athygli 

Auglýsing fyrir 10 fermetra herbergi í Grafarvogi vekur athygli 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Lést í eldsvoða