fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Sigrún gæti misst fótinn eftir hræðilegt slys hjá Alcoa

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 18:22

Mynd: Vefsíða Alcoa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Erla Ólafsdóttir slasaðist alvarlega á heimleið sinni eftir kvöldvakt í álveri Alcoa á Reyðarfirði.

Slysið varð á miðvikudag í síðustu viku, RÚV greinir frá.

Sigrún Erla tók rútu sem keyrir starfsfólk heim af vaktinni til Egilsstaða. Þegar hún var að ganga út úr rútunni lokaðist hurðin á hana sem varð til þess að hún datt út um dyrnar og varð undir afturdekki rútunnar þegar hún ók af stað.

Sigrún Erla var flutt með sjúkraflugi á sjúkrahúsið á Akureyri. Hún fótbrotnaði á báðum fótum og húðin á vinstri fæti flettist af frá ökkla og upp að hné. Við þetta urðu skemmdir á vöðvum, því fylgir mikil sýkingarhætta og ekki útséð um hvort hún missi fótinn. 

Fjölskylda Sigrúnar Erlu segir hana ótrúlega bratta miðað við aðstæður, hún hefur gengist undir aðgerð á fæti og á eftir að fara í fleiri. Sigrún Erla liggur enn á spítala, en langt bataferli er framundan.

Rannsókn á slysinu er á frumstigi að sögn Hjalta Bergmars Axelssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi. Vinnueftirlitið hefur verið upplýst um málið og rannsókn slyssins er einnig komin í ferli hjá ÍS-Travel, sem sér um akstur áætlunarferða fyrir starfsfólk á álverssvæðinu á Reyðarfirði til Egilsstaða, sem og Alcoa. 

„Þetta er auðvitað hræðilegt slys sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Það setur sömuleiðis í gang ferla hjá okkur innanhúss sem miða að því að upplýsa um tildrög og finna fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að sambærilegt geti endurtekið sig,“ segir Vigdís Diljá Óskarsdóttir, samskiptastjóri Alcoa Fjarðaáls.

Nánar má lesa um málið á RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“